Aldamót - 01.01.1899, Side 18
i8
þykja innilega vænt um þaö, og hann hlýtur aö vera
hjartanlega þakklátur fyrir þaö.
En allir eiga ekki þessa sjón. Og sumir, sem
hafa eignast hana, glata henni. þá veröur hún skoö-
uð sem hugarvingl, ómöguleg fyrir heilbrigöa skyn-
semi, vottur um andlegan sjúkdóm hjá manninum.
Og þó finna allir til þess, aö þeir hugsa um þaö, að
lífsánægjan, sem ekki getur átt sér staö án þessarar
sjónar á lífinu, er fyrir öllu öðru í baráttu vorri fyrir
lffinu; svo að sjónin gerir oss sannarlega ekki að veik-
ari mönnum í lífsbaráttu vorri. En — ef þú átt að
eignast þessa sjón, er krafan þessi: þú verfiur afi
þekkja lífifi, sem dýrfilegt er afi lifa. Og ef þú átt aö
geta varðveitt sjónina heilbrigða, verfiur þú sjálfur afi
lifa þessu lífi.
Eg get ekki stilt- mig um að geta um eitt, sem eg
hefi lifað, þótt persónulegt sé, af því þaö er svo ná-
skylt því, sem um er að ræða. það eru nú nær því 15
ár síðan. það var páskadagsmorgun. Eg get ekki sagt,
að eg hafi nokkurn tíma fyrr en þann páskadagsmorg-
un fundið til þess, hvað óviðjafnanlega dýrðlegt það
er fyrir kristinn mann að mega trúa á upprisu holds-
ins — mega eiga von á því afi lifa eilíflega fnllkomnu
lífi sem m a 3 u r. Mér fór að þykja svo vænt um það
þá, að eg hafði fengið að lifa, að eg gerði það, sem eg
hafði aldrei á æfinni gert áður: eg þakkaði guði
fyrir lífifi.
En hvernig stendur á óánægjunni hjá oss mönn-
unum með lífið ? Hún dylst engum. Og hví þykir oss
ekki vænna um lífið en sýnir sig í reyndinni ? Vegna
þess að manninum er ekki unt að láta sér í sannleika
þykja vœnt um þafi líf, sem mjög svo alment er lifað ;