Aldamót - 01.01.1899, Side 19
19
þungi, dapri og kaldi skugginn, sem hvílir yfir líf-
inu, veidur óánægjunni.
þegar þungt er uppi yfir og loft er þrungiö, legst
þa'ö þungt á oss. En þegar birtir og sólin stígur létt
og hýr fram úr bláköldu og döpru bólstrunum og
fleygir þeim frá sér, þá birtir og léttir yfir oss.
A sama tíma sem alt, er líf hefir í sér, berst
fyrir því aö lifa og vill út af lífinu lifa, og tónn
Ilífsins kveður hátt hvaðanæva í eyrum vorum,
heyrist önnur rödd, er biandast eins og gráthljóð
við rödd lífsins. I fagra og inndæla hljómnum
heyrast skjálfa stunur og andvörp líkt og titrandi
undirradda-strengir. ])aö er syndin og dauðinn, sem
duna sitt dapra lag. þegar líkfylgd fer fram hjá,
verður hljótt jafnvel yfir göpum. þegar líkfylgdirnar
eru sí og æ að fara fram hjá oss, og vér vitum, að í
einhverri slíkri verðum vér líkið, sem fylgt verður,—:
þegar eins og násúg leggur á móti oss, hvar sem vér
erum, og dauðinn nístir oss svo napurt, hví ætti oss
þá að þykja vænt um að lifa ? hví að þakka fyrir það ?
hví að álíta það mikið og dýrðlegt ? Væri ekki nær að
óska þess, að vér aldrei hefðum fæðst ?
Mörgum hefir fundist það. Lífið hefir sýnst þeim
svo ljótt og aS lifa hefir orðið þeim svo sár kvöl,
að þeir hafa annaðhvort stytt sér stundir eða leitað
sér hugfróunar í lífsharminum eða lífsgremjunni eða
lífsháðinu.
En þetta er ekki heilbrigt. Menn finna til þess.
Lífið sjálft sýnir það og mótmælir annarri eins sjón á
lífinu. Lífsröddin í brjósti mannsins, þar sem hún
hefir ekki verið kæfð, mótmælir henni. Oss langar
alla til þess að lifa, og alt, sem líf hefir í sér, langar