Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 21
21
ætti hugsjónin hjá öllum aö vera ein, hin sama, því
hér er um sameiginlegt að ræða — aS lifa, sem sé,
þetta, sem vér allir erum að hugsa um. En þegar að
er gáð, er lífshugsjónin hjá oss mjög svo mismunandi.
þegar vér erum að hugsa um að lifa, þá reynist það
svo oft, að vér erum að hugsa um sitt hver, um mjög
svo ólíka hluti. Lífshugsjón sumra getur verið lág
eða ógöfug eða ljót, hreinasta skrípamynd. Hins
vegar getur hún verið há og göfug og fögur: / sann-
leika ///ihugsjón, lífshugsjón, sem á nafniS skiliS.
Hver er nú lífshugsjónin, sem á nafnið skilið, lífs-
hugsjónin, sem vér allir ættum persónulega að eiga,
ekki í næturdraumum vorum að eins eða í dagdraum-
unum, heldur í lífsvökunni, vakandi sjálfir og lifandi,
með hugsjónina bæði / lífi voru og fyrir ofan það ? —
lífshugsjónin, sem vermir oss, leggur sól inn í sálu
vora, breiðir birtu yfir líf vort, lætur land stíga úr
,,svarta hafinu“ með eilífa sól yfir sér ? — sú lífshug-
sjón, sem ein — já, ein — ann því, að koma oss til þess
að þakka fyrir það, að vér fengurn að lifa og láta oss
þykja vænt um aS lifa ?
Eg hefi þegar bent á hina lifandi náttúru umhverf-
is oss mennina, bent á, hvernig hún sækist eftir að
lifa, svo ekki er úr vegi að minnast á, hvaða lífi hún
lifi. Vitanlega á ekki við, þegar um það er að ræða,
að tala um ,,lífshugsjón“ hjá náttúrunni; en um lífs-
hugsjón hér má þó vissulega tala, ef litið er út frá sjón
hans, sem gaf náttúrunni lífið.
Lífið, sem hún lifir, er sannarlegt líf, að því leyti,
að hún lifir sínu lífi, því lífi, sem henni hefir verið gef-
ið. Hún stígur ekki með líf sitt ofar þessu lífi, en hún
sígur ekki heldur niður fyrir það. Hjá henni verðujr