Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 23
23
þykja vænt um aö lifa og oss í rauninni er unt aö láta
oss þykja verulega vænt um, vil eg fara nokkrum orö-
um um lffið, sem vér eigum ckki að láta oss þykja vænt
um, það líf, sem líka í raun réttri getur aldrei orðið
oss í sannleika kært,
Hvað vakir fyrir oss, er vér hugsum um að lifa ?
Myndi ]?að ekki vera það, að geta átt ,,gott“ — átt
,,góða daga?“ Ef vér eigum ,,gott“, eigum ,,góða
daga“, getur heitið, að vér lifum, en fyrr ekki.
þetta finst oss. „þetta er ekkert líf“—segjum vér, ef
vér eigum við mjög slæm kjör að búa, eigum slæma
daga, og oss líður illa. þessi sjón á því, hvað sé að
lifa og ekki að lifa, virðist vera sameign vor allra.
Vafalaust óskar enginn sér þess, að hann eigi ilt.
Er nokkuð að þessu? í sjálfu sér ekki. Fjarri
því. Oss er þetta jafn-eðlilegt og hitt, að hugsa um
að lifa. Eins og það er kallað eðlishvöt, mætti kalla
þetta eðlissjón. Hún virðist vera oss gefin. Enda
vill guð það vissulega, að vér eigum gott og oss líði
vel. ,,því ekki hefir hann yndi af að þjá og hrella
mannanna börn1’. (Harmagr. Jer. 3, 33.)
En hvað vakir svo fyrir oss, er vér hugsum um,
hvernig farið verði að lifa, hver sé vegurinn til þess að
eiga ,, góða daga‘ ‘ ? Vegurinn — það eru lífsskilyrðin.
Hver eru svo þau ?
Oneitanlega vakir fyrir sumum, að vegurinn til að
lifa sé að hafa í sig og á. Hafi þeir það, sem nægir
til þess, þá geti þeir átt ,,góða daga“ og ,,lifað vel“.
Raunar lýsir það ekki hárri hugsjón. En hvað um
það ; þeir eru þó ekki fáir, sem eiga hana, þótt menn
yfirleitt skammist sín fyrir hana og enginn vilji kann-
ast við hana. En þeir, sem lifa á þennan hátt, eign-