Aldamót - 01.01.1899, Page 24
24s
ast aldrei góöa daga eöa líf, sem þeim í sannleika
getur þótt vænt um. þeir finna til þess sjálfir. MaS-
urinn í þeim segir til sín.
])á eru þeir, sem ríkir vilja verSa. ])aö er þeirra
aöal-mark og mið í lífinu að eiga stórar bújaröir, rík-
mannlega hýstar, mikla akra, marga hesta, fjölda
fjár, nauta og sauða. Eöa eiga stóra búð, reka mikla
verzlun og raka saman fé. Eða með gróðabralli eða
einhverju að safna sér auð fjár. —Já, að raka saman
fé! — þeim vöknar um augun, er þeir hugsa um það;
svo er ílöngunin mikil; og þeir takast allir á loft upp,
ef þeir sjá vænlegan veg; svo vænt þykir þeim um það.
Yfirleitt virðist þetta vera lífsskilyrðið mikla. Maður-
inn þráir að geta mátt sín. Og þetta virðist honum
vera vegurinn til að verða nærri því almáttugur.
Hann hefir þá eignast ekki að eins ,,afl þeirra hluta,
sem gera skal ‘ ‘, heldur einnig, að því er virðist, lífsaflið
sjálft — já, lífsajlinn sjálfan, þar sem blásið er lífi
og báli í lífsneistana og þar sem lífið steypist og bras-
ast, sýðst saman og seyðist til, hreinsast og stælist.
Með auSinn í höndunum er hægt að ,, lifa vel“ og
eiga ,,góða daga“ og skemta sér við lífið. Svo finst
mörgum. En reynist það svo ? Nei ! þrátt fyrir alt
og alt er þó þorstinn þarna í manninum samt eftir
annarskonar auS. -—MaSurinn segir til sín.
Margur hugsar líka, að vegurinn til að lifa sé að
hugsa að eins um sjálfan sig, lifa fyrir sjálfan sig og
vera sjálfum sér nógur. Hann hugsar um sína eigin
,,þúfu“ og hefst við á henni. Lengra en ,,þúfan“
hans nær ekki umhugsun hans eða lífið hans. Vegur-
inn til að hlúa að lífi sínu sé að hlúa að ,,þúfunni“
sinni, — henni einni ; því á ,,þúfunni“ sé að eins hægt