Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 27
27
þau eru eins og hillingarnar í Sahara-eyöimörkinm.
þyrstur feröamaörinn sér spölkorn fram undan sér
inndælt vatnsból. Hraöar hann þá feröinni og hyggur-
gott til, en er að staðnum keihur, sér hann ekkert
nema eintóman sandinn brennheitan. Eöa þau líkjast
vafurloganum, sem þjóðtrúin hefir gert að glampa af
gulli, og á því þar sem hann sést sjóður að vera
fólginn. En reyndin er sú, að þetta um gullið er
ekkert nema þjóðtrú, því hvað grandgæfilega sem
grafið er eftir gullinu, finst það þó aldrei, af því það
ekki er til. Eins er með stóru orðin, þegar ekkert er
á bak við þau. þau eru vafurlogi eða tíðbrá. J)ú
hlustar á þau og verður hrifinn og heldur, að ,,gull“
sé á bak við. En ef þú leitar, finnurðu ekki néitt.
þau líkjast líka Sódóma-eplunum, sem svo eru kölluð
og eiga að vera svo ljómandi falleg á að líta; en ef
þau eru kreist, kemur úr þeim tómur rcykitr; eða ef
bitið er í þau, fyllist munnurinn af beiskri ösku. })au
líta einnig út eins og væn og mikil föt, sem þú í skím-
unni villist á og heldur að sé vænn og mikill maður ;
en ef þú kemur nær og þreifar á fötunum, kemstu að
raun um, að annaðhvort eru fötin mikils til of stór
fyrir manninn, sem í þeim er, eða þá finst enginn mað-
ur í þeim. En þegar enginn maður er í stóru orðun-
um, enginn maður á bak við þau, sá er hafi sett sjálf-
an sig í veð fyrir orð sín, hvers virði eru þau þá, stóru
orðin ?
þegar vér gefum ,,nótu“, ritum vér á hana, eins
og kunnugt er, hve nær, hvar, hvað og hverjum vér
viljum borga og nöfnin vor undir. En þótt eyðublað-
ið sé ljómandi pappír með listamyndum og fallegu
letri, eyðurnar rétt fyltar út með skfnandi hönd og