Aldamót - 01.01.1899, Síða 29
29
ekki vegurinn til lífsins. En hann blekkist svo oft á
þessu sjálfur ímyndunaraflsins vegna. Honum finst,
sem sé, hann vera sjálfur, þar sem þó í rauninni hann
er aS eins meö ímyndunarafl sitt, aö hann lifi sjálfur
í því, sem hann er að eins í meö það. það málar
hina hugsuöu tilveru meö svo stórum litum fyrir sjón
hans, að það hrífur hann, svo honum finst það vera
hans eigin eign, ,,bein af hans beinum og hold af hans
holdi, ‘ ‘ þetta, sem hann þó að eins hugsar. Af því
kemur það, að menn geta talað og orðið hrifnir eins
og væru þeir sjálfir með af allri sálu sinni eða öllu
lífi, þótt eiginlega alt lífiS þeirra sé algerlega fyrir
utan.
Eg get ekki stilt mig um í þessu sambandi að
sðgja frá dæmi einu, er alveg nýlega hefir komið fyrir
— ekki hjá oss Islendingum samt, svo enginn þarf af
þeirri ástæðu að verða vondur. — Vér lítum á dæmin
með meiri rósemi og skiljum þau betur, ef þau eru
ekki oss of náskyld.
Á undan kosningunni í fyrra haust ferðaðist mað-
ur einn m. fl., eins og títt er, um á meðal fólksins í
Wisconsin, til þess að tala máli flokks síns. Honum
var mjög ant um, að fólkið liti rétt á fjármál landsins,
því þjóðin ætti svo mikið undir þessu máli. Ef illa
væri með það mál farið, yrði þjóðin sár siðferSislega
til minkunar frammi fyrir heiminum. Að því, er virt-
ist, varð hann alveg gagntekinn af siðferðislegum
hryllingi, er hann mintist á sómahXif) málsins og sið-
ferðisþýðing þess fyrir þjóðina. En alkunnugt var, að
maðurinn hafði alt aðra sjón á sínum persónulegu siS-
ferSismálum en heiðvirt fólk er vant að hafa, sem ant
er um sóma sinn. Hann, sem var strangasti einmelm-