Aldamót - 01.01.1899, Page 42
42
spurt hefir veriö : Hvað er biblían ? — hefir stundum
veriö svarað : Biblían inniheldur guðs orð ; en stund-
um hafa menn verið djarfmæltir og svarað : Biblían
cr guðs orð. Um þessi tvö svör hefir mjög svo mikið
verið rætt og deilt af hinum ýmsu kennimönnum
kirkjunnar. An þess frekar að gera grein fyrir því
að sinni, skal hér tekið fram, að hinir lútersku guð-
fræðingar svara yfirleitt spurningunni þannig : ,,Bibl-
ían cr guðs orð ‘ ‘.
Allri kirkjunni og öllum kristnum mönnum hefir
komið saman um það, að biblían sé yfirmannlegt —
guðlegt verk, að hún sé innblásin af guði. En mis-
munandi skilning leggja menn í innblásturskenning-
una, eins og síðar mun skýrt verða. En því hljótum
vér allir, sem kristnir erum, að halda fram, að biblían
hafi guðlegt gildi. Væri hún eigi guðleg að uppruna,
þá væri hún algerlega ónóg og þá væru trúarbrögð
vor ekki neitt fullkomnari öðrum trúarbrögðum að því
leyti. Vér bygðum þá eins og aðrir á mannasetning-
um, en ekki guðs fyrirskipunum ; trúarbrögð vor væru
þá mannleg, en ekki guðleg að eðli og uppruna.
Oinnblásin biblía gæti ekki gefið manni fullkom-
inn mælikvarða sannleikans. Vér ættum þá á hættu,
að þar kæmi fyrir hin mannlega skammsýni höfund-
anna og yfirsjónir þeirra. Vér gætum eigi reitt oss á
hugsanir þeirra né framsetning hugsunarinnar. Vér
þyrðum eigi að reiða oss á þá.
Óinnblásin biblía gæti eigi krafist fullkominnar
hlýðni né talað með óyggjandi vissu um hið ókomna
og eilífa. Hún hefði inni að halda ráðleggingar, en
ekki skipanir ; bendingar, en ekki boðskap ; ímynd-
anir góðra manna, en ekki fyrirheiti hins trúfasta