Aldamót - 01.01.1899, Page 44
44
þessari almennu trú og skoðun þjóöarinnar, sem hann
var kominn til. Hann hlaut annaöhvort aS mót-
mæla þessari kenning um guSlegt gildi helgirita GyS-
inga, eSa þá samþykkja hana og viöurkenna sanna.
Hann gat eigi hugsaö til aS stofna náöarríki sitt á
jörSinni og láta þaö grundvallast á opinberun guös til
Gyöinga, ef sú opinberun þeirra í ritningunum var
óáreiöanleg. Og enginn neitar, aö boöskapur Jesú
Krists sé b}'’göur á því, sem á undan var boöaö í
gamla testamentinu.
þaö er því þýöingarmikiS atriöi, aö hvergi hefir
Jesús Kristur eöa postular hans meS einu orSi gefiS í
í skyn, aö Gyöingar legöu of mikinn trúnaS á helgirit
gamla testamentisins, heldur þvert á móti vitnar bæöi
Kristur og postularnir til oröa gamla testamentisins
sem guölegrar sönnunar fyrir því, sem þeir halda fram.
Ekki aö eins bergmála ræöur frelsarans gamla testa-
mentiö svo víöa og víöa ; ekki aS eins sýnir hann, aö
hann hefir veriS ritningunum kunnugur frá barnæsku,
hefir lært þær og elskar þær; ekki aö eins ber hann
orö þeirra fyrir sig í bænum sínum, huggar sig viö
þær í hinni miklu sorg sinni og ver sig í mannlegu
eöli sínu meö þeim gegn árásum freistarans ; ekki aö
eins rökstyöur hann einatt mál sitt meö kenningum
gamla testamentisins og útlistar spádómana svo, aö
þeir veröa enn þá stórkostlegri en nokkuö þaS, sem
höfundar þeirra sjálfir gátu hafa haft í huganum, og
sýnir meS því, hvernig þeir hafa rót sína aS rekja til
æöra höfundar ; — heldur líka lætur hann aldrei hjá
líöa, aö áminna lærisveina sína aö lesa ritningar þess-
ar og bera lotning fyrir þeim sem guSs oröi.
,,RannsakiS ritningarnar“, segir hann, ,,því í