Aldamót - 01.01.1899, Síða 46
46
Matt. ii, 13 og Lúk. 16, 17. þar til Jóhannes skír-
ari birtist var lögmál og spádómar gamla testament-
ins hin eina fullkomna uppspretta guölegra fyrirskip-
ana. Nú á þaö ekki aö falla úr gildi sem ónýtt og
úrelt, heldur á þaö að viðhaldast, hafið upp í æðra
veldi fyrir uppfylling alls í Jesú Kristi og þá fullkomn-
ari opinberun, sem fyrir hann veittist.
Eins er mjög ótvíræðilega vitnað um gildi gamla
testamentisins í dæmisögunni um ríka manninn og
Lazarus. Kristur segir þar, að jafnvel upprisa
framliðins inanns geti ekki sannnfært þann mann, sem
ekki vildi leggja trúnað á Móses og spámennina (Lúk.
16, 29—31). það hjartalag, sem ómóttækilegt er
fyrir þann sannleika, sem fólginn er í kenning gamla
testamentisins, er líka ómóttækilegt fyrir sannleika
þann, sem upprisa Messíasar vitnar um, því hið síðara
er áframhald hins fyrra; hið fyrra fyrirheiti, hið síðara
uppfylling fyrirheitisins.
Kenning Krists um helgisiði og siðalögmál garnla
testamentisins kemur engan veginn f bága við kenn-
ingar hans um guðlegt gildi gamla sáttmálans. það,
sem hann kennir um sabbatshaldið (Matt. 12,1 —8, M ark.
2, 23—28, Lúk. 6,1—5) og um hjónabandið og hjóna-
skilnað (Matt. 19, 3—12, Mark. 10, 2—12), er guðleg
útskýring frá honum sjálfum á lögmálinu. Hann
viðurkennir ótvíræðilega guðlegan uppruna lögmálsins,
fyrirdæmir viðbót hinna skriftlærðu við það, og leiðir
í ljós hin óbrigðulu meginatriði, sem í boðorðunum
eru geymd, og hafa alheims-sannleiksgildi í sér. Jafn-
vel helgisiðalögmálið er talið komið frá guði og ætlað
Gyðingunum um tíma. þó það sé úr gildi numið, er
viðurkent, að það sé kornið frá guði, en hafi nú unnið