Aldamót - 01.01.1899, Síða 49
49
gamla testamentis ritningarnar og þau postullegu rit,
sem þá þegar voru af söfnuSunum viðurkend.
í síðara bréfi Péturs 3. kap. 2. v. er líka skýlaus
vitnisburður um það, að boðorð postulanna séu jafn-
gild boðorðum hinna helgu spámanna og gefin fyrir
samskonar guðs-innblástur. Postulinn hvetur Gyð-
inga, sem hann í bréfinu ávarpar, til að minnast orða
hinna helgu spámanna sinna ; og vissulega voru Gyð-
ingar í engum vafa um innblástur spámannanna ; en
svo segir hann, að jafnframt þessu eigi þeir að rninn-
ast boðorða, ,,er vér, postular drottins, frelsara vors,
höfum yður gefið. ‘ ‘ Sami andinn býr í hvorum-
tveggja, spámönnum og postulum.
I fyrra bréfi Páls til Tímóteusar 5. kap. 18. v. er
grein, sem hljóðar þannig: ,,því ritningin segir: þú
skalt ekki múlbinda nautið, sem erjar. “ Sömuleiðis :
,,Verður er verkamaðurinn launanna. “ Hin fyrri til-
vitnan er tekin úr 5. Mós. 25, 4, en hin síðari úr Matt.
10, 10, eða Lúk. 10, 7. Hér eru því af postulanum
Páli guðspjöllin talin með hinum innblásnu ritum og
enginn greinarmunur gerður á gamla testamentinu og
nýja testamentinu að því, er snertir guðlegan inn-
blástur.
Annars þarf ekki að óttast, að nokkur maður
hnevksiist á því, að guðlegur innblástur sé tileinkaður
nýja testamentinu, ef á annað borð er samþykt, að
gamla testamentið sé innbiásið af guði; og þess vegna
þarf ekki að eyða tíma í að færa sannanir fyrir inn-
blæstri þess sérstaklega. Ef vér komumst að þeirri
niðurstöðu, að hinn eldri partur biblíunnar sé af guði
innblásinn, þá efar enginn af oss innblástur hins
yngri hluta hennar.
*