Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 50
j. Ritningarstaðir, sem bera vott um innblástur
biblíunnar í heilu lagi.
Ymsum nöfnum er hiö helga ritninga-safn nefnt
í biblíunni, og með öllum þeim nöfnum er guölegt
gildi þeirra tekið fram; en þessi eru hin helstu nöfn :
a) Ritningin (eða ritningarnar).—Svo sem áð-
ur var sagt var þetta nafn haft um sérstakt og ákveðið
safn heilagra rita á dögum frelsarans. þegar þannig
var um ritin talað, voru þau skoðuð sem orðræður
guðs sjálfs. þetta orðatiltæki er alls viðhaft nálægt
fimmtíu sinnum, og er þá ávalt átt við gamla testa-
mentið að eins, nema á stöðum þeim, sem áður eru
nefndir (2. Pét. 3, 2. og 16. v.), þar sem bréf Páls
og guðspjall Lúkasar eru tekin til dæmis.
Gal. 3, 8: ,,En ritningin, sem fyrir sá, að guð
mundi réttlæta þjóðirnar fyrir trúna, gaf forðum Abra-
ham það fyrirheiti : ,Allar þjóðir skulu af þér blessun
hljóta'. “ Hver talaði nú þessi tilfœrðu orð ? Guð
sjálfur persónulega. þessi grein verður að eins skýrð
á þann hátt, að ,,ritningin“ sé í öllu, sem hún segir,
svo sameinuð guði sjálfum, að það, sem hún segir,
segi guð; svo það, sem orðrétt er haft eftir guði í við-
tali hans við mennina, og það, sem ritningin segir, er
eitt og hið sama.
Róm. 9, 17 : ,,því ritningin segir við Faraó :
,einmitt til þess reisti eg þig upp‘. “ En nú var það
guð, sem þetta talaði til Faraós. Ef þessi orð : ,, reisti
eg þig upp“ heíðu af postulunum verið eignuð Móses
sjálfum, þá hefði mátt þykja undarlegt, að guð og
Móses væru gerðir að hinu sama.
I Hebre?,bréfinu er alls staðar út frá því gengið,
að það, sem sagt er í gamla testamentinu, sé talað af