Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 51
5i
guöi. Iðulega er þar koarist svo að orði, þegar til-
færðar eru greinir úr gamla testamentinu : ,,hann
segir svo“, ,,hann talaði“ og ,,hann vitnar“. Hin
lifandi rödd guðs er talin heyrast gegn um orð biblí-
unnar. það er eins og höfundurinn, sem orðin til-
færir, finni þá jafnan til nærveru drottins, sem orðin
innblés og í þeim talaði.
Jesús segir, að villa Sadúseanna sé því að kenna,
að þeir skilji ekki ritninguna né mátt guðs“ (Matt. 22,
29). Hefðu ]?eir réttilega skilið og virt hið fyrra,
hefðu þeir kannast við hið síðara.
Ekki að eins aðal-viðburðirnir, heldur líka smá-
atriðin í píslarsögu frelsarans eru talin nauðsynleg,
,,svo ritningin rætist“ (Mark. 14, 49; 15, 28; Jóh. 19,
24, 28 og 36). Og sýnir það fyllilega, hversu ná-
kvæmlega það var alt opinberað höfundum ritningar-
innar fyrir anda guðs.
Kristur segir við Fart'seana : ,, Ritningin getur
ekki raskast“ (Jóh. 10, 35). Hann hafði tilfært orðin:
,,eg hefi sagt : þér eruð guðir“ úr 85. Davíðs sálmi,
og um þau sagt: ,, það er skrifað í yðar lögmáli ‘ ‘, og
með þessu viðurkent þennan part ritningarinnar jafn-
gildan ,,lögmálinu“, þeim parti gamla testamentisins,
sem Gyðingar virtu mest. Og á þessum stað er á-
kveðnar að orði komist en áður, því hér segir frelsar-
inn, að jafnvel ekki eitt orð ritningarinnar (guðs orðs)
geti raskast.
Eitthvert hið síðasta verk drottins vors áður en
hann hófst upp til skýjanna var ,,að opna svo hug-
skot lærisveinanna, að þeir skildu ritningarnar (Lúk.
24> 45)- Og hann sagði við þá: ,,Svo er skrifað :
þannig átti Kristur að líða og- upprísa. “ Ilvernig gat