Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 52
52
hann á ákvehnari hátt boriö hinuin gömlu ritningum
vitni og staðfest guðlegan uppruna þeirra og ó-
skeikulleik ?
Allir kannast við hin oft tilfærðu orð Páls postula
til Tímóteusar : ,,Ö11 ritning er innblásin af guði“ o.
s. frv., eða eins og þau hljóða í nákvæmari þýðingu :
,,Ö11 ritning, sem er innblásin af guði“ o. s. frv. (2.
Tím. 3, 16). Hvor þýðingin, sem tekin er fyrir,
sannar hin sömu aðal-atriði: að til sé innblásin ritning
og að þetta heimfærist einmitt upp á þá heilögu ritn-
ingu, sem hann talar um í versinu næsta á undan
og segir að Tímóteusi sé kunnug frá barnæsku og
geti uppfrætt hann til sáluhjálpar. Hér er ekki talað
um tvennskonar ritningar, aðrar innblásnar og hinar
óinnblásnar eða að nokkru leyti innblásnar. Slík
hugsun kemst ekki að vegna orðanna á undan og eftir.
])etta kröftuga orð stendur óraskanlegt og vitnisburður
þess getur ekki verið gerðut ákveðnari en hann er, né
heldur úr honum dregið með nokkrum orðaflækjum
eða manna-skýringum.
b—Annað nafn, sem ritningunni er geflð, er
,, spádóniar ‘ ‘ eða ,, spámcnnirnir' ‘, og undir þessu
nafni er guðlegur uppruni hennar oít tekinn fram.
1. Pét. 1, 10—12: ,,Spámennirnir hafa grenslast
og gruflað eftir sælu þessari“; og svo segir postulinn
um spámenn þessa: ,,Krists andi bjó í þeim“ og:
,,þeim var það opinberað“; og enn fremur er sagt, að
hið sama sé nú kunngert ,,af þeim, sem boða gleði-
boðskapinn fyrir heilagan anda, sem er ofan sendur
frá himni. “ Hér er borið vitni bæði spámönnum
gamla testamentisins og postulum nýja testamentisins