Aldamót - 01.01.1899, Síða 53
og fullyrt, aö þeir hafi Krists anda í sér og heilagan
anda sendan frá himni.
í Róm. 16, 25—27 lofar postulinn guö fyrir ,,aug-
lýsing þess leyndardóms, sem frá eilífö hefir legið í
þögn, en nú er opinberaður fyrir spámannlegar ritn-
ingar eftir skipan eilífs guös til hlýöni viö trúna. “
Hér er augsýnilega talað um alt safn hins eldra bindis
biblíunnar, en ekki nokkurn sérstakan part þess. Og
þessar ,, spámannlegu ritningar“ eru taldar vera upp-
spretta allrar kristilegrar uppfræðingar allra þjóða, og
þaö samkvæmt skipun hins eilífa guös sjálfs. þær eru
ekki úr gildi numdar með prédikun Páls og evangelíi
Jesú Krists, heldur með því staöfestar og útfæröar.
Önnur ritningargrein tekur fram sömu kenning í
mjög svipuðum oröum, þar sem segir í 2. Pét. 1, 19—
21: ,,Við þetta urðum vér vissari um spámannanna
orð, og þér breytið vel, ef þér gefiö gaum að því eins
og ljósi, sem skín á myrkum stað þar til dagur ljómar
og morgunstjarnan upprennur í yðrum hjörtum. Um
fram alt vitið, að enginn spádómur ritningarinnar
skilst af sjálfum sér; því að aldrei hefir neinn spádóm-
ur fram fluttur verið eftir mannsins vild, heldur töluðu
hinir helgu guðs menn tilknúðir af heilögum anda. ‘ ‘
Af þessum orðum drögum vér þær ályktanir : (1)
að orðin ,,spámannanna orð“, ,,spádómur ritningar-
innar“ og ,,spádómur“ tákni alt safn gamla testa-
mentisbókanna, en ekki að eins þær bækur, sem sér-
staklega eru nú kallaðar spádómsbækur ; (2) að þetta
orð sé staðfest með hinni síðari opinberun ; (3) að
það sé tilkomuminna en ljós guðspjallanna að sama
skapi sem ljósið, er skín í myrkrinu, er daprara en
sólin ; (4) að þrátt fyrir það beri að gefa gaum að því;