Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 54
54
(5) aö þaö sé þýðingarrnikil grundvallarregla, að eng-
inn spádómur ritningarinnar skilst af sjálfum sér, það
er: af mannlegum skilningi án upplýsingar guðs anda;
(6) að það sé í sjálfu eðli Spádómanna, að jreir boðast
ekki að mannsins vild, og (7) að hinir helgu höfundar
hafi talað knúðir til þess af heilögum anda.
1 r—Enn fremur er heilög ritning nefnd með nafn-
inu guffs orff, og skulum vér íhuga nokkra staði, sem
það nafn viðhafa.
I 15. kap. Matt. guðspjalls ávítar Kristur Farí-
sea fyrir það, að þeir hafi ónýtt ,,guðs orð“ með eigin
kenningum sínum. Hann hafði verið að tala um
lögmálið, sem hljóðar upp á skyldur harna við for-
eldra, og- hafði tilfært orðin úr 2. Mós. 20, 12 :
,,Heiðra föður junn og móður þína“, Og 2. Mós. 21,
17 : ,,Sá, sem hölvar föður eða móður, láti líf sitt. “
Að ganga fram hjá j?essu, en setja manna-setningar í
staðinn telur hanii Faríseum stórsynd.
þegar Gyðingar vildu grýta hann á musteris-
vígsluhátíðinni í Jerúsalem fyrir það, að hann gerði
sig að guði, sagði Jesús : ,,Er ekki skrifað í yðar lög-
máli: eg hefi sagt : ,þér eruð guðir'? Ef ritningin kall-
ar þá guði, sem guffs orff var talað til, megið þér þá
segja um þann, sem faðirinn helgaði og sendi í heim-
inn: , }>ú guðlastar1, af því eg sagði: ,eg er guðs
son‘?“ (Jóh. 10, 34—36); Hér er tekið fram, að þeir,
sem nútu þessara opinberana, hafi meðtekið guðs orð;
guð hafi tala-ð til þeirra. Guðs orð er vitaskuld upp-
haflega }>að, sem guð sjálfur talaði munnlega til liiann-
anna ; en það’er líka lívervetna haft bæði í gamla og
nýja testamentimi um allt það, sem guð hefir látið
aðra tala eða leýft öðrum að tala í sínu nafni til