Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 55
mannanna. þannig voru orð spámannanna guðs orð,
því guö bauð þeim að tala þau ; kenningar postulanna
voru guðs orð, því guðs andi gaf þeim að tala (Róm.
io, 17; i. Kor. 14, 36). Fyrst var það gefið Israels-
börnum (Pg. 10, 36—37); síðan barst það til Mase-
dóníu og Akkealands (1. Tess. 1, 8); og flyst urn alt
með lifandi og varanlegum krafti (1. Pét. 1, 23—25).
Öll þessi nöfn lýrsa hinum helgu ritum, og öll
bera þau með sér þann vitnisburð, að þau séu guðleg
að uppruna og innblásin af heilögum anda.
y. Ritningargrcinir, sem staffhœfa innblásturscr-
stakra parta biblíunnar og sérstakra manna.
þær greinir ritningarinnar, sem nú verða til færð-
ar, bera vitni um innblástur sérstakra höfunda, en
það, sem sagt er um þá, er lfka heimfæranlegt upp á
alla hina höfundana, því það stendur ekkert sérstak-
lega á með þessa, sem nefndir eru. Á 'nvern hátt,
sem þessir menn voru innblásnir, eru hinir aðrir höf-
undar einnig innblásnir.
I Matt. 22, 43 segir Jesús: ,,Hví kallar Davíð
hann þá / anda drottin ?“ — og á hann þar við orð
Davíðs í 110. sálminum. þetta sýnist vera skýlaus
staðhöfn þess, að Davíð hafi verið af guðs anda inn-
blásinn, þá er hann talaði þetta. Og enn þá ákveðn-
ar eru þó þessi orð eignuð heilögum anda hjá Mark.
12, 36, þar sem segir: ,,því Davíð segir þó sjálfur
fyrir hcilagan anda: drottinn sagði mfnum drotni. “
það er engin ástæða til að ætla, að nokkuð einkenni-
lega standi á með þennan 110. sálm, svo það, sem um
hann er sagt, hlýtur og að eiga við alla sálmana.
í Matt. 1, 22 og 2, 15 er þannig komist að orði :
,, Alt þetta skeði,svo að rættist það.sem drottinn mælti