Aldamót - 01.01.1899, Síða 56
56
fyrir spámanninn. “ Betur getur hinni sönnu inn-
blásturskenningu ekki veriö lýst en gert er með þess-
um oröum, því hér er tekið fram bæði hinn guðlegi
uppruni orðsins (, ,drottinn mælti“) og hin mannlega
framsetning þess (, ,fyrir spámanninn“).
I Pg. 4, 24—25 er sagt frá j?ví, að postularnir og
þeir, sem með þeim voru, sem eins og segir rétt á eftir
(31. v.) voru fullir af heilögum anda, hafi sameigin-
lega hafið raust sína til guðs og sagt: ,,þú, sem hefir
talað fyrir munn Davíðs, þíns þjóns: hví æddu heið-
ingjarnir.o.s.frv. “ þetta tilfæra þeir úr 2. Dav. sálmi.
I Hebr. 3, 7 er vitnað til 95- Dav. sálms og um
hann sagt: ,, Eins og heilagur andi segir. ‘ ‘ I Hebr.
10, 15 er sagt: ,,Um þetta fullvissar oss líka heilagúr
andi“, og svo eru til færð orð Jeremíasar f 31. kap.
34. v. sem vitnisburður andans.
I Pg. 4, 8 er hiklaust sagt, að Pétur hafi verið
,,fullur af heilögum anda“, þegar hann ávarpaði
öldungaráðið.
í Pg. 10, 28 staðhæfir Pétur, að ,,guð sé búinn
að sýna sér“, hvernig hann eigi að haga sér gagnvart
heiðingjunum og hvað hann í því sambandi eigi að
segja.
í Pg. 13, 9 er sagt, að Páll liafi verið , ,fullur af
heilögum anda“, þegar Elýmas töfravitringur stóð
móti honum hjá Sergíusi Páli.
Ótal dæmi þessu lík mætti tilfæra.
5. Fyrirheiti nm innblástur.
2. Mós. 4, 10—12 : ,,Far þú; eg skal styrkja mál
þitt og kenna þér, hvað þú skalt tala. “ J)etta er hið
fyrsta fyrirheit, er drottinn gaf Móses, og tekur fram