Aldamót - 01.01.1899, Side 57
57
alt, sem kent er um guðlegan innblástur þess manns.
Síöar var loforö þetta endurtekiö oftar en einu sinni.
5. Mós. 18, 18—19: ,,Eg vil uppvekja þeim
spámann af löndum þeirra, líkan þér (Móses), og eg
vil leggja honum orö í munn; hann skal segja þeim
alt, sem eg býð honum, og hver, sem ekki gegnir
orðum mínum, þeim er hann mun flytja í mínu nafni,
sá skal sjálfan sig fyrir hitta. “ Hér er spursmál um,
hvort átt er við Messías einungis, eða við áframhald-
andi spámannsembætti meðal þjóðarinnar. Réttast
er að heimfæra það upp á hvorttveggja : hina inn-
blásnu kennimenn í Israel og í allri fyllingu sinni upp
á hann, sem spámennirnir allir fyrirmynduðu, Jesúm
Krist. Og með þessu er alt sannað, sem sanna þarf:
Guð uppvakti spámennina og talaði fyrir munn þeirra
uns hið eilífa orð opinberaðist í hinum mikla spá-
manni, guðs syni.
Esaj. 59, 21 : ,,Minn andi, sem er yfir þér, og
mín orð, sem eg hefi lagt í munn þér, skulu ekki frá
þínum munni víkja, né frá munni niðja þinna, né
niðja niðja, héðan í frá og að eilífu, segir drottinn. “
Jer. 1,4—9 : ,,Orð drottins kom til mín og sagði:
• • .. Vígði eg þig og setti til að vera spámann þjóð-
anna.. .. Far þú til allra, sem eg sendi þig til, og tala
það, sem eg býð þér. . . .Sjá eg legg mín orð í þinn
munn. “
þannig var það með höfunda gamla testamentis-
ins. Hvernig er það með höfunda hins nýja sáttmála?
Hið opinbera starf Jesú Krists varaði einungis hér
um þriggja ára tíma. Hann færði sjálfur ekkert orð
sitt í letur og er að því leyti ólíkur öllum öðrum stofn-
endum nýrrar trúar—eða heimspekis-kerfa, En hann