Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 58
58
stofnaði postullega kirkju og fékk henni í hendur fult
umboð til að halda áfram verkinu. Hann gaf postul-
unum undir eigin stjórn sinni fult vald til að skipa
fyrir um alla hluti viðvíkjandi trú og fyrirkomulagi
kirkjunnar (Sjá Mark. 3, 14—15; Matt. 18, 18; 28,
18 ; Pg. 1, 3—9). Til þess að gera þá þessu vaxna
heitir hann þeim margsinnis að veita þeim í sérstökum
skilningi sinn heilaga anda. Vér tilfærum að eins fáa
staði þessu til sönnunar.
Loforðum frelsarans um veiting heilags anda
postulunum til handa má skifta í tvo flokka. Til hins
fyrra flokks teljast þau, sem gefin voru fyrir hina
síðustu páskaviku í Jerúsalem. þau eru þrisvar fram
tekin, en eru öll eins að innihaldi. Fyrsta fyrirheitið
er hjá Matt. 10, 14—20, þar sem skráð er ávarp'
Krists til hinna tólf, þegar hann sendir þá út til að
kenna. þar segir meðal annars : ,,það mun yður á
sömu stundu gefið verða, hvað þér eigið að tala ; því
það eruð ekki þér, sem talið, heldur andi föður yðar,
sem í yður talar. “ Hið annað er skráð hjá Lúk. 12,
11 —12. Hann er að tala við lærisveina sína í áheyrn
margra þúsunda manna. þar segir hann þetta:
„Verið ekki hugsjúkir, hvernig eða með hverju þér
eigið að forsvara yður, eður hvað þér eigið að tala ;
því heilagur andi mun kenna yður á sömu stundu,
hvað þér eigið að segja. “ Hið þriðja er skráð hjá
Mark. 13, 9—11 og Lúk. 21, 14—15, og er samskon-
ar eðlis og hin tvö.
Hinn síðari flokkur fyrirheitanna um gjöf heilags
anda er í hinni stórkostlegu skilnaðarræðu Jesú (Jóh.
14—16). Hana flytur hann kvöldið fyrir krossfesting-
una. Til þess að ná öllum krafti þeirra þyrfti helzt