Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 64
64
leikann sjálfan, en ekki hin ytri virki hans, aö kjarn-
inn sé guölegur, en skelin mannleg og ófullkomin.
þeir, sem halda þessari kenning fram, breyta
gömlu setningunni: ,, biblían cr guSs orS1 ‘ svo, aS hún
hljóöi: „biblían inniheldur guSs orS. “ Sagt er, aS
höfundur þessarar kenningar um innblásturinn sé hinn
frægi gyöinglegi lærimeistari miSaldanna Maimonides.
Formælendur þessarar kenningar segja, aö guös orö
og biblían sé sitt hvaS. „Biblían ffytur oss guös orS,
en ekki veröur sagt hún sé guSs orö“ (Ladd). ,,Guös
orS er hér og þar í biblíunni og hún er umbúöir
þess“ (Semler).
En ef þessu er þannig variö, kemst maSur ekki
hjá aö spyrja : Hvernig eigum vér aö aögreina biblí-
una og þessa ,,innri biblíu“, sem er guös orS ? Meö
vorri eigin trúarlegu meSvitund—er svaraö. Eftir því
á kirkjan og einstaklingarnir á öllum öldum aS vera
aS sælda ritninguna og skilja frá þaS, sem hin ,,trúar-
lega meövitund“ í þaS og þaS skiftiS ekki getur fallist
á. En meS þessu er sannleikanum snúiö viS, svo í
staöinn fyrir aö biblían skapi hina trúarlegu meövit-
und, skapar hin trúarlega meövitund einstaklingsins
sitt ,,guös orö. “ Hve mikinn part biblíunnar á þá hin
trúarlega meövitund aö dæma sem guSs orS ? því
hlýtur hver um sig aö ráöa ; og svo veröur niöurstaö-
an sú, sé bygt á þessari kenning, aö hver maöurinn
verSur meS sitt guSs orS. Öllu háskalegri kenn-
ing er ekki til en þessi háifleika-kenning um innblást-
ur biblíunnar, þegar hún er rakin slóö sína á enda.
Eg get ekki neitaö mér um aö setja hér í íslenzkri
þýöingu ofurlítinn greinarstúf úr blaöinu Sunday
School Times: ,,Til eru þeir á vorum dögum, sem