Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 65
65
nákvæmlega vita, hva5 guö ætti aö gera, og dóm-
greind sjálfra þeirra, en ekki vilji guös, er mælikvaröi
þeirra. þeir mæla guö með alinmáli, kanna hann
með lóðlínu, útreikna hann með stærðfræði, rannsaka
hann með vísindum, ákveða hann með rökfræði ; þeir
tiltaka takmörkin, sem hann má starfa innan; og svo,
eftir að hafa gert hann í alla staði sjálfum þeim líkan,
hafandi afklætt hann guðdómi sínum, falla þeir fram
og tilbiðja þennan guð, sem gerður er með þeirra eig-
in höndum. “ Annar maður segir: „Ekkert dramb
finst mér saman berandi við dramb þess manns, sein
segist viðurkenna biblíuna sem komna frá guöi, en
dirfist svo að sælda með eigin höndum sínum hið
hreina frá hinu óhreina, hið innblásna frá hinu óinn-
blásna, guð frá manni. þetta er að kollvarpa öllum
grundvelli trúarinnar ; það leiðir til þess að trúa ekki
lengur guði, heldur trúa sjálfum sér“ (Gaussen).
3. Kenningin utn mismunandi stig innblásturs-
ins.—þeir, sem aðhyllast þessa kenning, halda því
fram, að öll ritningin sé að sönnu innblásin, en ekki
öll á sama hátt, heldur séu sumir partar hennar alger-
lega innblásnir, sumir ekki eins fullkomlega, og loks
sumir, sem séu svo lítið innblásnir, að þar komist ó-
fullkomleiki og yfirsjónir að. þrjú, fjögur og fimm
stig innblásturs eru nefnd hjá hinum ýmsu talsmönn-
um þessarar skoðunar, og stigbreytingin orsakast af
mismunandi áhrifum guðs anda á þann og þann höf-
und. Talsmenn þessarar kenningar álfta, að til séu
missagnir í biblíunni; og þeir gera grein fyrir þeim á
þann hátt, að á því ,,stigi“ hafi hið mannlega borið
hið guðlega ofurliði, að vegna hins mannlega, sem
Féð fyrir í samvinnu hins guðlega og mannlega, hafi
5