Aldamót - 01.01.1899, Page 70
70
séu í biblíunni, heldur sé hún öll innblásin af guði,
,,nytsöm til lærdóms, til sannfæringar gegn mótmæl-
um, til leiöréttingar og mentunar í réttlæti, svo aö
guös maður sé alger og til alls góðs verks hæfilegur. “
þessi kenning er nærri því undantekningarlaust hin
viðurkenda skoöun allrar lútersku kirkjunnar hér í
Vesturheimi og enn fremur, þaö eg frekast veit, kenn-
ing allra hinna rétttrúuðu kirkjudeilda hér í landi,
bæði Presbyteríana, Meþodista, Baptista o.s. frv. það
er sú skoðun, sem vér víst allir höfum*).
Herra forseti! Hér verður þessi ræða mín að
enda. Eg hefi að eins viljað gera tilraun til að nefna
nokkur hin helstu atriði þessa þýðingarmikla máls,
svo þér og aðrir mér færari menn tækjuð þau fyrir til
útskýringar og umtals. Eg lýk máli mínu með þeirri
bæn, að hugleiðingar vorar í dag um biblíuna, grund-
völl trúar vorrar, verði til þess, að vér allir virðum
hana meir eftir en áður og skiljum, hvílíkan kærleika
faðirinn hefir oss auðsýnt með því að virða oss viðtals,
tala til vor fyrir heilagan anda í hinu helga orði, og
að vér lærum allir að beygja oss fyrir því, útreka þann
hroka-anda, sem hefur sig upp yfir guðs orð, vill kné-
setja guð almáttugan og kenna honum að tala. Guð
*) Með því að þess má, ef til vill, með sanngirni krefjast,
að gerð sé grein fyrir þeim ,,þversögnum“ eða mðtsögnum,
sem af sumum er haldið fram að komi fyrir á ýmsum stöðum
í biblíunni, þá er ásetningnr minn að birta síðar sérstaka rit-
gerð um það efni. —Annars má að því, er snertir gamla tesfa-
mentið, vísa til fyrirlestms eftir séra Friðrik J. Bergmann í
„Aldamótnm" frá árinu 1893,