Aldamót - 01.01.1899, Síða 73
73
asíónardagurinn. það var að kvöldi þessa dags áriÖ
1517, aö kirkjufaðir vor Marteinn Lúter — út af ó-
hæfu syndalausnar-sölunnar, sem hinn óskammfeilni
munkur Tezel vann að í nafni páfans — sló mótmæla-
yfirlýsingum sínum upp á hurð hallarkirkjunnar í
Wittenberg á þýzkalandi. Og þó að hvorki Lúter né
neinn annar hefði þá um það hugmynd, þá varð þó
þetta atvik orsök hinnar stórkostlegu andlegu byltingar
í mannkynssögunni, sem nefnd er reformasíónin. Re-
formasíónin fæddist þá.
Nýtt andans afl, besta og göfugasta andlega
aflið, sem til er í heimi, braust þá út og streymdi yfir
landið og löndin, inn í kirkjuna, og út úr kirkjunni inn
í líf þjóðarinnar og þjóðanna í öllum áttum. Og út
af þeim straumi, þar allsstaðar, sem hann ekki var
stemdur af andstæðum öflum, varð þjóðarsagan og
heimssagan eins og ný saga. Nýja sagan ranti upp f
heiminum á því augnabliki. Aflið nýja, sem braust
út í mannlífið með reformasíóninni, var nú í rauninni
alls ekki neitt nýtt afl. því það var ekkert annað en
kristindómurinn, hinn hreini, biblíulegi kristindómur
endurfæddur, — sama andlega aflið sem postular Jesú
Krists til forna höfðu beitt til þess að leggja þátfðar-
lýði landanna undir meistara sinn, mannkynsfrelsar-
ann. En þetta gamla afl var sem nýtt fyrir þá sök,
að þess hafði um langa langa tíð, margar margar ald-
ir, nálega ekki gætt í sögu þjóðanna. Kristindómur-
inn var því nær horfinn á jarðríki. Guðs orði heilagr-
ar ritningar hafði verið stungið undir stól í sjálfri
kirkjunni. Og þar með var eins og kristindómurinn
hefði algerlega verið deyddur.
Ekki þó svo að skilja, að almenningi væri þetta