Aldamót - 01.01.1899, Síða 75
indin guölegu voru aö miklu eöa öllu leyti horfin, guös
orð heilagrar ritningar grafið í sorpdyngjunni. Biblían
var í bókstaflegum skilningi orðin týnd bók. Kirkjan
hélt aö vísu enn mörgum dýrmætum kristindóms-sann-
leika úr ritningunni í kenningum sínum, í bænum sín-
um, í tíðareglum sínum og sálmum. En hinar heið-
inglegu mannasetningar yfirgnæfðu þau einstöku,
sundurlausu sannindi algerlega. Svo að sannindin,
trúarlífssannindin guðlegu, sem menn höfðu, voru eins
og ekki neitt, urðu að ósannindum út af mannasetn-
ingunum, villukenningunum, sem þeim voru orðnar
samvaxnar og sem haldið var fram eins og ómenguðu
guðs orði.
Eg skal nefna nokkrar hinar helstu af þessum
háskalegu mannasetningum kirkjunnar á miðöldunum,
sem hlaðist höfðu upp yfir guðs orð og nálega með
öllu grafið hin sáluhjálplegu sannindi þess í jörðu, þá
er Lúter hóf sitt mikla trúbótarverk nú fyrir rúmum
380 árum. Menn áttu að trúa á páfann í Rómaborg
sem guðlegan einvaldsstjóra yfir kristninni á jörðinni,
kvaddan í það embætti af Jesú Kristi sjálfum til þess
að vera fulltrúi hans í heiminum, svo að hvað sem
hann byði eða bannaði — þó að það væri þvert ofan í
kenning Jesú og postulanna íheilagri ritning,—þáværi
það bindanda lögmál fyrir alla. Menn áttu að sýna
öllum erindsrekum hans, þeim öllum, sem í hans
nafni sátu í kirkjulegum embættum, takmarkalausa
hlýðni. Menn áttu að trúa því, að innvinna mætti
sér sáluhjálpina með svo kölluðum ytri góðverkum.
Menn áttu að trúa því, að kirkjan hefði vald til að
veita öllum fullkomna uppgjöf á hverju siðferðislegu
broti og hverjum glæp, sem vera skyldi, svo framar-