Aldamót - 01.01.1899, Síða 76
76
lega sem skilyröum þeim, er kirkjan setti mönnum í
því sambandi, væri verklega fullnægt. Menn áttu aö
veita Maríu mey og óteljandi helgum mönnum tilbiöj-
andi lotning. Og menn áttu meira aö segja að trúa á
jaröneskar leifar slíkra dýrðlinga eins og heilaga
dóma, sem sáluhjálplegan kraft heföu í sér fólginn.
Menn áttu auk hinna tveggja sakramenta, skírnarinn-
ar og kvöldmáltíðarinnar, sem Jesús Kristur sjálfur
innsetti, að trúa á fimm önnur svo kölluð sakrament,
J>eim jafn-heilög og jafn-nauðsynleg fyrir alla. Menn
áttu að trúa á hinn svo kallaða hreinsunareld og fyrir-
bænir, sálumessur, fyrir dauðum mönnum. Menn
áttu að trúa því, að það væri óhjákvæmileg heilög
skylda allra að skýra prestinum frá hverri einustu
synd, sem þeir vissu upp á sig. Menn áttu að gjöra
sig ánægða með, að prestarnir einir hefðu málefni
kirkjunnar í höndum sér, að þeir einir væru í raun og
veru kirkjan,— að leikmenn væru þar að eins þiggj-
andi og hlýðandi, —að prestarnir væru eins og mann-
flokkur út af fyrir sig, standandi fyrir ofan og fyrir
utan hið almenna fólkslíf, undanþegnir vanalegum
skyldum, og því að sjálfsögðu ókvæntir. Og að því, er
loks snertir hinar opinberu guðsþjónustur í kirkjunum,
þá áttu menn líka að gjöra sig ánægða með það, að
meiri parturinn af þeirri guðsþjónustu færi fram á
latínu, út dáinni fornaldartungu, sem óskólagengin
alþýða ekki skildi eitt orð í.
Skiljanlegt, að þau brot af sáluhjálparsannindum
kristindómsins, sem almenningur á þeim tímum átti
þó í eigu sinni, hyrfi mönnum sjónum innan um allan
þennan óhroða af hindurvitnuin og heiðinglegum hjá-
trúarsetningum. Skiljanlegt, að kristindómurinn f