Aldamót - 01.01.1899, Side 77
77
heild sinni yröi mönnum sem grafinn í jörðu, þar sem
aðrar eins óskaplegar kenningar höfðu náð sér niðri í
trúarmeðvitund kirkjulýðsins. En skiljanlegt þá líka,
hve stórkostlegt afreksverk hin lúterska reformasíón,
sem braut niður villuna margföldu í kirkjunni, leiddi
aftur kristindóminn í ljós og lét hann frjálsan og al-
sannan streyma út í lífið, hlýtr að hafa verið. Skilj-
anlegt, að reformasíónin hafi kostað meir en litla bar-
áttu og að það hafi þurft alveg fram úr skaranda hug-
rekki, dýrðlegan trúarstyrk, til þess að hefja þá bar-
áttu og halda henni áfram til sigurs og mannkyninu
til óþrjótandi blessunar. En þá líka út af öllu þessu
auðsæ skylda vor allra kristinna manna, sem andlegt
heimili eigum í hinni endurfæddu kirkju reformasíón-
arinnar, að halda endurminning hins mikla atburðar á
lofti, hafa hann í stöðugum heiðri og draga út úr hon-
um dýrmætar lexíur sjálfum oss og öðrum til eilífs lífs.
Og nú skal eg gjöra grein fyrir þeim tveim stuttu
köflum úr guðs orði, er eg lagði fram sem minn nú-
veranda prédikunartexta. I fyrra kaflanum er frá
því sagt, að Jesús, örskömmu eftir að hann rneð
skírninni hafði látið vígja sig til Messíasardæmisins,
hafi hitt Filippus og kvatt hann sér til fylgdar. Á
þeirri stund gjörðist Filippus lærisveinn Jesú. Og
nálega undir eins og hann hefir gengið Jesú á hönd er
hann orðinn kristniboði. Hann hittir landa sinn
Natanael, er vafalaust áður var honum góðkunnugur,
og flytur honum þessi tíðindi: ,,Vér höfum fundið
þann, sem Móses skrifar um í lögmálinu og spámenn-
irnir, Jesúm, son Jósefs frá Nasaret. “ þvílíkur maka-
laus fundur — að hafa fundið mannkynsfrelsarann !
Natanael þorir í fyrstu ekki alveg að trúa þessum