Aldamót - 01.01.1899, Síða 78
óvæntu tíóindum. Og kemur meö sína athugasemd,
spyr í efa og undran : ,, Getur nokkuö gott komiö
frá Nasaret?“ þaö var mjög ósennilegt, aö þaö, sem
best var af öllu, uppfylling frelsisvonar Israelsbarna,
Messías sjálfur, gæti þaðan komið, úr svo lítilmótleg-
um og fyrirlitlegum stað eins og Nasaret þótti. En
upp á þessa athugasemd — þennan efa og þessa undr-
an — svarar Filippus að eins : ,,Kom þú og sjá. “
Og Natanael, hinn hugheili, hreinskilni maður, Israel-
ítinn sanni, sem engin svik bjuggu í, fór eftir bending-
unni, kom og sá og vann sigur á sínum efa; hann
gekk Jesú á nönd líka undir eins og hann var kominn
á hans fund. — Eg sé í þessari stuttu guðspjallssögu
fyrirmynd reformasíónarinnar lútersku mörgum mörg-
um öldum síðar, skýran, Ijómanda uppdrátt af hinum
mikla kirkjulega atburði, sem braust út í mannkyns-
sögunni kvöldið fyrir allra heilagra messu árið 1517,
þá er Lúter negldi skjalið með hinum níutíu og fimm
mótmælagreinum gegn spilling kaþólsku kirkjunnar
upp á kirkjuhurðina í Wittenberg. Sú djarfmannlega
yfirlýsing þýddi miklu meira en mótmæli gegn því
kirkjulega hneyksli, sem þá viðgekst óg fór sem logi
yfir akur kristninnar. Hún þýddi á undan öllu öðru
það, að maðurinn, sem sló auglýsingunni upp, hafði
fundið hjartað í hinni kristnu trú vorri, miðpunkt
kristindómsopinberunarinnar, aðal-gimstein heilagrar
ritningar, frelsara syndugra manna, drottin vorn
Jesúm Krist. það fundu fleiri, miklu miklu fleiri en
Lúter, til hinnar megnu spillingar í kirkjunni á þeirri
tíð. það hneyksluðust miklu fleiri en hann á óhæfu
syndalausnarsölunnar, sem þá var rekin um þvert og
endilangt þýskaland og víðar og víðar í umboði páf-