Aldamót - 01.01.1899, Síða 79
79
ans í Rómaborg. Og margir aörir heföu því vel getaö
komiö fram með viðlíka opinber mótmæli á móti
hinni mögnuðu kirkjulegu viðurstygð, ef þeir að eins
hefðu haft til þess nógu mikið áræði. En Lúter einn
hafði til þess hug, og þann hug fékk hann í sig út af
því, að hann einn var algjörlega búinn að finnajesúm,
hann einn af öllum í heimi hafði eignast ómengaða,
alsanna mynd af frelsaranum fyrir sjálfan sig, hald-
andi því föstu með guðlegri vissu, að alt sannarlegt
guðs orð er í persónu hans innibundið, og að af eng-
um öðrum og engu öðru er hjálpræðis að vænta fyrir
synduga menn en honum einum. Og um það geta
allir verið vissir, að þó að viðlíka mótmæli og þau, er
Lúter sló upp, hefðu komið fram frá einhverjum
öðrum, sem ekki eins og hann hafði fundið hjartað í
trú kristindómsins, Jesúm Krist í hans alsönnu biblíu-
legu mynd, þá hefði það aldrei leitt til þeirrar kirkju-
legu endurfæðingar, sem vér köllum reformasíón.
Öll slík mótmæli, úr hverri átt kirkjunnar sem þau
hefðu komið, myndu hafa dáið út og orðið að engu,
ef þeir, sem báru þau fram, hefðu ekki verið búnir að
eignast alhreina játning kristinnar trúar og framfylgt
mótmælunum með krafti þeirrar játningar.
Mótmæla-yfirlvsingar Lúters voru að eins byrjan
reformasíónarinnar. Hin sterka rödd hans heyrðist
út um öll lönd. Hver var þessi maður, sem hrópaði
svo hátt? Hvaða persóna vár það, sem árætt hafði
að hefja svona greinilega uppreisn í kirkjunni ? Og
svo runnu heilir hópar fólks á hljóðið víðsvegar að,
jafnvel af fjarlægum löndum, til Wittenberg. Og
hvað sáu menn? — Lítilmótlegan munk af lágum stig-
um, reglulegasta alþýðumann. Getur nokkuð gott