Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 80
So
komiö úr þeirri átt ? Já, einmitt úr þeirri átt var von
á því besta, sem til var. þegar menn heyröu hann
tala, tala í prédikunarstólnum eða í kenslusalnum á
háskólanum eða heima hjá sér eða hvar annarsstaðar
sem vera skyldi, um málefni trúarinnar, þá kom það í
ljós, að þar var maður, sem hafði fundið þann dýr-
mætasta fjársjóð, sem til er, maður, sem gagntekinn
var af hinum frelsanda kærleik guðs, maður, sem
smurður var af heilögum anda, maður, sem lagði fram
svo guðlega, hreina og sterka játning trúarinnar á
Jesúm Krist, og þess vegna hafði í sér mátt til þess að
láta út frá sér ganga svo skýr og óvægin mótmæli
gegn hinum kirkjulegu hneykslum og öllum fals-
kristindómi. ,,Kom þú og sjá“ sögðu þeir, sem séð
höfðu og heyrt, beygt sig fyrir vitnisburði Wittenberg-
munksins og trúað, við hvern, sem þeir hittu—-alveg
eins og Filippus forðum við Natanael. Og þeir allir
af mönnum kirkjunnar, sem líktust Natanael, hinum
sanna Ísraelíta, er engin svik bjuggu í, beygðu sig
fyrir boðskap Lúters og persónu hans, þegar þeir
komu og sáu, og gjörðust trúaðir menn reformasíón-
arinnar.
þetta út af hinum fyrra parti textans. En síðari
parturinn er hin stutta grein frá Páli postula í Róm-
verjabréfinu, þar sem hann lýsir yfir því, að maðurinn
réttlætist af trú án verka lögmálsins. En þá grein
tók eg með inn í textann fyrir þá sök, að einmitt þessi
postullega yfirlýsing var það, sem forðum hjálpaði
Lúter til þess að finna frelsarann, eða, sem er hið
sama, ljúka heilagri ritning upp, hinni harðlokuðu
bók, sem verið hafði, benda öllum lýð á hjartað í guðs
orði og láta strauma eilífs lífs,endurfæðandi, helgandi,