Aldamót - 01.01.1899, Page 95
95
II.
„í manna hendur vil e<í ekki falla.“
1. Sam. 24. kap.'
Þá sagði Davíð við Gad: Mjög
þrengjumst eg; látum oss samt
falla fyrir drottins hendi, því
mikil er hans miskunn; en fyrir
manna hendi vil eg ekki falla.
Manna hendur hart er í aö falla,
heimsins þekki’ eg tál og svik og dramb,
þá er úti’ um mildi og miskunn alla,
meöferö búin líkt og úlfs við lamb.
Lát mig, drottinn, lenda’ í þinni hendi,
les mér sjálfur refsidóminn þinn;
ske má þá eg loksins hjá þér lendi,
lífsins guö, og þekki föður minn.
Manna augun meta lát mig eigi,
mannleg augu blekkir hjóm og glys ;
skima þau um breyskra bræðra vegi,
bíða þess, aö sjái gróm og fis.
Leið mig þú og lýs meö ásján þinni,
leiftrum þó hún slái hjarta’ og sál;
bendir augað barnkind veikri þinni
blítt og ljúft, aö forðast slys og tál.
Manna tungur, drottinn, mig ei dæmi,
dómar þeirra jafnan fara vilt;
valt er löngum lof og þjóðaræmi,
last og smjaður jafnt er eitri fylt.
Drottinn minn, mig dæm með tungu þinni,
drottinsorð þitt smýgur merg og sin ;