Aldamót - 01.01.1899, Page 103
103
þar svalar bjarkir kringja fagran straum,
er hjörtun voru hlýjum töfrum slungin
og heilluð skáldsins munarsæla draum.
þó engar heyrðust kirkjusálma kviöur
og kvæði Hómer þar og Shakespeare’s rödd,
í laufsal þeim bjó herrans hrós og friður
og hjörtu glödd.
Eg harma’ ei heldur liðnar lífs míns stundir,
er lék eg mér um skógarfell og dal;
á yetrum gekk eg vængjum drottins undir,
í vorsins ljósi skuggi hans mig fal.
Og þó eg ekki kendi’ af kirkjustóli,
er knúði aðra skylduboðið heitt,
á hverri hæð er herrans kennsluskóli,—
eg harma’ ei neitt.
Eg harma ei, þótt lítinn skerf eg legði
í lófa manns, eg hugði þurfaling,
og þótt til bóta breyskum eitthvað segði,
er banna skyldi góðra manna þing.
Og hafi líkn mín ei sem réttast ratað,
ei reiðist sá, hvers náð varð aldrei þreytt ;
að sakir eins eg hefi’ ei alla hatað,
eg harma’ ei neitt.
Eg harma’ og ei, þótt hafi kannske grátið
við hrygð og breyskleik annarra sem mín,
þó augun sumir aftur hafi látið
og ekkert séð frá trúarhæðum sín.
En mannlegt skyldi mannlegt böl að harma,
þótt margur sjálfur kveiki víti heitt;