Aldamót - 01.01.1899, Síða 109
109
staddan á orustuvelli, ekki til aS berjast að baki öðr-
um, né með flóttahug, heldur vinnandi upp á líf og
dauSa, alt til andlegs sigurs og drottinlegrar blessunar.
Einingar-andinn í þeirri baráttu ]?arf aS verSa
annar en nú á sér staS. Hvernig mundi ganga í leiS-
angri stríSsmannanna, ef eining, eSa öllu heldur ein-
ingarleysi, margra kristinna manna og safnaSa ríkti á
meSal þeirra ? YSur flestum er þaS fullkunnugt,hvern-
ig þaS vill ganga of oft í hinu þrönga og deilugjarna
þjóSlííi voru. Og þau raunalegu þjóSlífseinkenni flytj-
um vér einnig meS oss inn í kirkjulegt starf.—Allur
sannur kirkjuagi er ómögulegur. Kristindómsalvaran
og trúarkærleikurinn á enn mikiS óunnið meSal vor.
Flokkadráttur, deilur og uppreisnar-andi vill oft út-
rýma kristilegri hógværS og umburSarlyndi. Kirkja
vor hefir verið svo fámenn, ogþjóSkirkjuhugsunin um
þaS, aS allir séu meS aS nafninu, svo almenn og sterk,
aS ýmsir, sem ekki elska málefni kirkjunnar, auk mis-
skilnings á verki hennar og ýmsra annarra annmarka,
hafa verið leiddir inn í þann félagsskap. þaS getur
ekki hjá því fariS, aS þar sem trúna á guSsorS skortir,
þar sem kærleika til Krists og kirkjunnar vantar, þar
sem synda-auSmýkt er ekki til, þar sem misskilningur
á starfi frjálsrar kirkju ríkir og tortrygni til kenni-
manna og kirkjulegra leiStoga er mælskasti prédikar-
inn í mannssálinni, ef til vill daglcgur ráSanautur og
hin eina rödd, sem lætur til sín heyra kirkjunnar starfi
viSvíkjandi, — þar komist inn ágreiningur og andi, sem
afsakar og ekki getur ver.ið meS. Enginn félagsskap-
ur, nema kristin kirkja, mundi lifa og dafna meS
jafn-mikil mein í sínu eigin skauti. það er víst ekkert
einsdæmi, aS kirkjunnar eigin menn vefengi hin helg-