Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 110
ustu trúaratriöi, stundum á háværan og kærleikslítinn
hátt, jafnvel á götum og gatnamótum. — þegar maöur
athugar jafnvel atferli þeirra, sem mest gagn vilja
vinna málefni drottins og sjaldnast afsaka sig frá sín-
um kristindómsskyldum, þá hlýtur þaö að verða aug-
ljóst, að það er ekki kærleiki mannanna, heldur kær-
leiki og náð drottins sjálfs, sem lætur kirkjuna lifa og
útbreiðast ,,þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt“. — Eg
held, að það sé ómögulegt að verjast þeirri hugsun,
þegar vér lítum á sjálfa oss, að það sé nálega eins
og einhver óheillanorn hafi lagt á oss andleg og áfram-
haldandi Hjaðninga-víg, eins og hina frægu menn
fornaldarinnar, sem samkvæmt þjóðsögninni gömlu
dag eftir dag risu upp til þess að berjast og héldu því
áfram öldum saman unz þeir loks urðu til fulls vegnir.
O, að vér mættum losna við slík álög,—öll Hjaðninga-
víg, alla Sturlungáöld forfeðranna, öll sverö og spjót,
allar afsakanir og úrtölur, en eignast anda og líf, sem
dregur allan sinn lífskraft frá hinu opinberaða orði
guðs.
þegar John Hancock reit fyrstur nafn sitt undir
frelsisskrá þessa lýðveldis, Bandaríkjanna, ávarpaði
hann hina, er á þingi sátu með honum : ,,Vér verð-
um að vera í einum anda, eins og einn maður. Engin
sundrung eða stefnumunur má eiga sér stað. Vér
hljótum allir að hanga saman. “ ,,Hanga saman eða
að öðrum kosti hanga aðskildir“ var hið fræga svar
Franklins. Og allir þingmenn tóku undir: ,, Vér
sverjum sameiginlega að leggja fram einn fyrir alla og
allir fyrir einn líf vor, eignir vorar, helgan heiður
vorn. “ Og sú samþykt var haldin. það þing varð