Aldamót - 01.01.1899, Page 111
111
frægt fyrir hana. Baráttan, sem þá var háö, varö til
sigurs. þjóð þessi og framför hennar var afleiðingin.
Vissulega gæti þetta þing vort í hinu andlega
starfi, sem fyrir því liggur, lært hér marga þarfa hug-
vekju. I einum anda, sem einn maður hljótum vér
að vera og vinna og sverja sameiginlegu málefni guðs,
sem vér höfum með höndum, ævarandi trygð, —helga
því orð vor og eignir og alt vort líf — einn fyrir alla
og allir fyrir einn.
Og textinn úr guðs orði, sá er fyrir oss liggur og
hljóðar um afsakanir og úrtölur, hann minnir á þann
sannleika, þó mönnum sé óljúft að heyra hann, —
þeim, sem hlut eiga að máli, — að það er ekki einungis
efi og úrtölur, sem draga úr framkvæmdum kristinna
manna, heldur líka annað, sem táknast með alþektu
ensku orði, er allir hér skilja, — orðinu business. Og
þetta orð eða það, sem það táknar, kemur jafnvel oft
beinlínis í stað trúarbragðanna og hins fyrirsetta and-
lega starfs. Ef yður finnst, að eg tali þar æðruorð
eða ósanngjörn, vitna eg og vísa til Krists. Dæmi-
sagan hans er augljós. Hún kennir það. — Menn
höfðu ekki tíma né ástæður til neins andlegs vegna at-
vinnu, auðs, glaðværðar. — Og þetta orð — orðið busi-
ness, það er víst í þessu landi hjá nokkuð mörgum,
sem vér mundum nefna meðalmenn, lang-stærsta orð-
ið, sem til er, — stærra en guð. því er betur hlýtt en
drotni sjálfum nú engu síður en í dæmisögunni. I því
máli þarf engin einstök vitni fram að leiða. Ef oss
tekst, að kristindómsmálin fái annað eins vald yfir oss
og atvinnumálin hafa þegar fengið, þá höfum vér,
fyrir guðs náð, unnið sigur, og andlegri framtíð vorri
er borgið. þessi atvinnuhugsun eða iðnarhugsun
<5