Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 112
I 12
drotnar yfir daglegum hugsunum manna, vitjar þeirra í
draumum næturinnar, sendir þá í aörar heimsálfur —
jafnvel til endimarka jarðarinnar, bindur þá fasta við
daglega baráttu, krefur þá um hinar síðustu leifar
krafta og heilsu, býr til alt viðskiftalögmálið og — á
stundum — siðalögmálið og öll trúarbrögðin. — Skáld-
ið Grímur Thomsen lætur einn hinn frægasta af land-
námsmönnum kveða í ljósaskiftum hinna heiðnu trúar-
bragða og kristninnar, þegar kristnin er að festa rætur
á Islandi, en heiðindómurinn að flýja land :
,,Mér í öllum önnum smærri,
öllu því, er snertir friðinn,
hversdagslega' er Kristur kærri. “
Aftur hét sá maður á þór í stórræðum. Eg vildi
biðja guð þess og brýna það fyrir yður, að vér gætum
í raun og veru tekið undir með hinum hálfheiðna
manni, sem er enn andlegt barn kirkjunnar, þegar
þetta er talað, að hversdagslega sé oss Kristur öðru
kærri — hér á þinginu, heima í söfnuðunum og í
ævistarfi voru yfir höfuð. En eg ber þann ótta í
brjósti mér, að sumir heiti nú einungis á hann og flýi
til hans í stórræðum, í neyð og dauða, eins og Helgi
hinn magri til hins heiðna goðs þórs. — þótt framfarir
vitanlega einkenni land vort og samtíð, þótt tölu krist-
inna manna fjölgi og kristið trúboð sé rekið í heimin-
um, þótt kirkjan tíni upp mola þá, sem detta af borð-
um drotna hennar hér á jörðinni, þá er þó slík fram-
för, eins og það er nefnt, meira hið ytra en innra.
Vitanlega er hin ytri framför kirkjunnar stór-mikil
á yfirstandandi tíð og mikið lagt í sölurnar fyrir
kristna trú. En hins vegar hefir vafalaust aldrei verið
meira gjört til þess að láta kristindóminn verða ósann-
*