Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 114
ti4
eftir anda og ímyndan — eða innblæstri — þeirra,
sem henni tilheyra og hún á þó aS kenna, — eða hún
eigi ekkert erindi í þessum heimi, — í staS þess aS
einstaklingarnir lagi sig eftir henni—anda og opinber-
un Krists. — þaS er hún, sem nú á aS gjöra sáttmála
viS synd og fráfall heimsins, viS heimspeki makind-
anna, sem nú drotnar á vorri jörSu, ef henni skal
veitt sú náS, aS vera einhvers staSar á sama kjörseSli
og önnur málefni mannfélagsins. En slíkt ástand,
bræSur mínir, er ekki hættulaust ástand. þaö býSur
oss eigi til veraldlegrar værSar né andlegra afsakana,
— ekki til aSgjörSaleysis né einingarleysis, ekki til
samsinninga og samþykta, sem ár eftir ár eru aö eins
dauSur bókstafur, heldur til verulegrar, einlægrar,
persónulegrar, sameiginlegrar áframhaldandi kristi-
legrar starfsemi, í lifandi trú á hinn lifandi drottin
kirkjunnar, — starfsemi, sem afneitar allri drambsemi,
eigingirni, metoröafýsn, sjálfsþótta og hjartakulda
hins óendurfædda manns. Sá, sem bezt þjónar öðr-
um í anda drottins, vinnur sér hina mestu heill. —- Sú
tíð nálgast, að oss skilst það fullkomlega öllum, sem
orð guðs heyrum, að það er betra að eiga Jesúm einn
að vin en alla menn, að það er sælla að eiga guð og
himininn en allan heiminn. þ»á skal það koma fram,
sem hið vitra hetjuskáld þjóðar vorrar kvað :
,,þeir, sem hér skildu’ ei sjálfa sig,
sjá þar og skynja grant“—
og að þá verður
,,vífilengjunum vísað frá,
vafningum hvergi sint,
en orðaglamur og orðaþrá
útlæg sem fölsuð mynt. ‘ ‘