Aldamót - 01.01.1899, Síða 116
fara og gjöra—ef ekki allar þjóöir, þá samt—alla hina
smáu, en dreiföu og deilugjörnu þjóð vora að sönnum
lærisveinum frelsarans, svo að hún í orðum skáldsins
/
taki nýja kristni, taki nýja trú.
Og hér er það ekki ástæðulaast, að eg, kærir
bræður, minni yður á það, að þér eruð umboðsmenn
þeirrar kristnu kirkjudeildar, lútersku kirkjunnar, sem
getið hefir sér orðstýr fyrir þá einkunn, að halda sér í
kenning trúarinnar ófrávíkjaniega við orð og anda
Krists, þar sem aftur á móti aðrar merkar kirkjudeildir
prótestanta eiga nú aðra eins menn og þá Briggs, Smith
ogMcGiffert, menn, er nú ógnahinum kristna kirkjulýð
sem Golíat ísraelsmönnum. En þá má eg og minna
á það, sem einn af ráðgjöfum Loðvíks fjórtánda
Frakkakonungs sagði við konung, þegar konungur
spurði, hvernig á því stæði, að menn þyrptust svo
mjög í kirkju hjá presti nokkrum, er þá prédikaði í
París. Ráðgjafinn svaraði: ,,Prestur þessi prédikar
fagnaðarboðskapinn. ‘ ‘ það var þá nýung og vakti
hina mestu furðu á Frakklandi. En þörf mannanna
og mannsandanna var því meiri fyrir evangelíum krist-
indómsins.—Hinu sama vildi eg benda til yðar, bræð-
ur og vinir, bæði í kenning, samvinnu og framkvæmd
yðvarri. Prédikið guðs evangelíum. Trúið hinu op-
inberaða orði hans. Vinnið í anda Krists. Fram-
kvæmið vilja drottins.
Já, þar er enn meira rúm. Autt rúm þeirra,sem enn
segja oghugsa: ,,Egbiðþig: afsaka mig“—eða voldug-
lega segja við drottin : ,, og get eg þess vegna ekki kom-
ið“. þar sem að eins 25 milíónir af 75 m. í þessu kristna
landi eru taldar innan kristninnar, þar sem helmingur
vorrar þjóðar, hingað fluttur, stendur utan kirkju, þar