Aldamót - 01.01.1899, Page 117
ii 7
sem vér finnum, hve mjög hjörtu vor loöa fast viö
þennan heim, og þar sem tvöfalt fleira fólk er í heim-
inum utan kristni en innan — nú eftir nítján aldir af
kristindómsboöskap og kirkjulegum fundum, þá ætti
þetta alt að hrinda hverjum einasta kristnum einstak-
lingi vor á meðal út í andlega, heilaga hólmgöngu gegn
öllu ókristilegu. Skoðið það sem hólmgönguboð yður
sent. Sú kirkja, sem á sextándu öldinni kveikti í
heiminum ljós hreinna og óbrjálaðra guðs orða, var
viti drottins í myrkrinu meðal þjóðanna á þeirri hættu-
tíð, hún má sannarlega ekki slökkva það ljós né hætta
því hlutverki við lok nítjándu aldarinnar. Sú kirkja,
sem sent hefir út merkisbera eins og Gustav Vasa og
Campaníus, von Welz og von Westen, Ziegenbalg og
Schwartz, Hans Egede og Ludwig Harms, sem byrj-
aði með Marteini Lúter á þýzkalandi og Muhlenberg
hér í landi, hún hlýtur í þessari heimsálfu og á þessari
öld að bera hátt merki sannleikans og sáluhjálparinnar
í Kristi, — hún má ekki skilja eftir autt rúm né láta
úrtölur og afsakanir verða sitt evangelíum.
Og eg vil hér benda yður, sem finnið til fæðar og
getuleysis í hinu kirkjulega verki voru, á dæmi eitt
innan lútersku kirkjunnai'. Arið 1849 hóf Ludwig
Harms starfsemi sína hjá fátækum söfnuði í Hermanns-
burg í Hannover á þý-zkalandi. Fimm árum síðar
lagði þessi fátæki lúterski verkamannasöfnuður 6 þús-
undir dollara til trúboðs — einni þúsund minna að eins
en alt hið góðfræga General Council. Trúboð var
stofnað í Suður-Afríku, Indlandi, Ástralíu, Nýja Sjá-
landi. Að fáum árum liðnum annaðist þessi söfnuður
68 trúboða, 59 trúboðsstöðvar, 227 aðstoðar-kennara
og prédikara, sem áður hofðu heiðnir verið, og taldi