Aldamót - 01.01.1899, Síða 119
H9
burt, flýja heiöni og deilur frænda sinna, á fund krist-
inna manna og bæta brot sín viö guö.—Af þessu ætt-
um vér aö læra fyrir yfirstandandi starf.
Enn eru haldin í heiminum slík þing sem þrænd-
ir héldu—Frostaþing. Enn hættir ýmsum góðum
mönnum til aö fara leynilega meö og grafa í jörðu hið
bezta í eðli sínu, aö ,,slá af“ sínum kristindómi, aö
gjöra sáttmála við heiðinglegar stefnur, að lúta af-
vegaleiddum aldaranda og dómum fólks, að geyma trú
sína framkvæmdalausa í fylgsnum hjartans og þjást
svo andlega fyrir þá skuld, þegar meðvitundin vaknar.
Bráðlega teyga menn full heimsins og kristnin smá-
hverfur eins og krossmörkin hjá Hákoni.
það er víst fátt eða ekkert, sem vér hljótum að
forðast eins og þetta. þó heimurinn kallaði oss góða,
gjörði oss vinsæla og tæki oss til konungs fyrir það,
leggur það í gröfina allan lifandi kristindóm nú sem
fyrr hjá forfeðrunum.
Og huggunar- og gleðiefnið er þetta. Eg er viss
um, að margir innan vorrar kristni eru góðir, og geta
orðið betri; að þeir hafa unnið vel, en geta þó enn
betur; að viljinn er góður, en þarf betur að helgast
af vilja Krists; að hæfileikar eru margir, en guð-
hræðslan og kirkjan þarf þá alla í sína þjónustu. Eg
veit það er enn autt rúm, annað autt rúm en trúar- og
kærleiks-auðnin hjá oss, — autt rúm hjá guði kærleik-
ans fyrir oss, kirkjufólk vort og kirkju vora, enn þá
meira rúm undir krossi Krists, við kærleikshjarta föð-
ursins, við hið eilífa kvöldmáltíðar-borð, í húsi föður
vors á himnum.
A einum leiðangri Júlíusar Sesars leiddist honum
að bíða liðs að heiman, svo hann klæddist dularbún-