Aldamót - 01.01.1899, Side 124
124
vera maður á bak vi5 tímaritiö með ákveðnar og heil-
brigSar skoSanir á því, sem mest er um vert, ef þaS á
aS koma aS nokkru haldi.
Ungur maSur einn frá Kaupmannahöfn, sem þar
stundar heimspekisnám viS háskólann, var staddur á
fundi þessum, og var svo djarfur aS taka þaS fram, aS
sér þætti gaman aS sjá þann Islending, sem hefSi
nokkura heimsskoSun. Af því aö á fundinum voru
flestir af helztu embættismönnum landsins og þjóöar-
innar, bæSi eldri og yngri ásamt ýmsum öörum, sem
þjóSin ber lotningu fyrir, mun æöi mörgum hafa þótt
þetta nokkuö ungæöislega talaS og ekki laust viö of-
látungsskap. En þó þetta sé óneitanlega tekiö nokkuö
djúpt í árinni, er naumast unt aö neita, aö hér liggur
eitt hiS mesta mein vort undir steini. Vér erum und-
ur fátækir af mönnum, sem nokkurt hald er í, en auö-
ugir af hinum, sem reika eins og reiöalaust fley á hafi
lífsins og eiga eiginlega enga hugmynd, sem þeir elska
og vilja leggja nokkuS í sölurnar fyrir. þegar þeir
komast í einhverja þýöingarmikla stöSu, veröur alt
stefnulaust eins og sjálfir þeir, alt á ringulreiö, em-
bættisreksturinn ef til vill til eins mikils ills eins og
góSs. Hvernig 'er unt aö ráöa bót á þessu ? spyrjiö
þér. Hvar eigum vér aS fá menn? Hjá sjálfum oss,
auövitaö. Vér eigum líklega eins góö mannsefni og
aörir. En vér kunnum ekki aö ala þau upp og hafa
þaö, sem gott er, fyrir þeim, og koma því inn í huga
þeirra, sem þeim þætti þess vert aö berjast fyrir og
verja öllu lífsafli sínu til aö koma á framfæri. Vér
eigum nóg mannsefni, en kunnum ekki aö láta þau
veröa aö manni. EfniS aflagast í meöferöinni eins og
járniS hjá smiönum, þegar hann lætur þaö brenna
fyrir aflinum. þaö er þetta, sem vér þurfum um
fram alt aö ráSa bót á.