Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 126
126
oröatiltækjunum, sem allir kannast við, oft fiéttað inn.
Samt hefir hér og þar ýmsum slíkum inndælum kjarn-
yrðum verið slept, og er ekki laust við, að maður sakni
þeirra, einkum þegar það eru greinir, sem vér höfum
allir numið á barnsaldrinum. En sums staðar hefir
það eflaust verið gjört til að komast hjá of mikilli
lengd.
þótt Davíðs sálmar séu að eins skoðaðir eins og
hver önnur bók af mannlegum toga spunnin, komast
menn ávalt að þeirri niðurstöðu, að þar sé um eina
hina lang-merkustu bók að ræða í fornbókmentum
heimsins. En svo bætist það við, að fylling guðs anda
hvílir þar yfir vötnunum. Naumast er í nokkurri ann-
arri bók sýnt eins langt inn í mannshjartað og jafn-
hátt upp í himininn og þar. þessir sálmar, sem bera
nafn hins sætrómaða skáldkonungs Israelsmanna, eru
reglulegur stigi milli himins og jarðar, — mig langar
til að bæta við, milli undirdjúpanna og hásætis drottins
allsherjar. Skáldið leiðir mann ýmist með sér niður
á neðstu rimina í þeim stiga, — og þar í sjálfu ríki
örvæntingarinnar er oft og tíðum eins og hann vilji
helzt felast, -— eða hann fer með oss upp í efstu rim-
arnar, þar sem lofsöngur englanna hljómar í eyrum
vorum. þess vegna eru þessi forn-hebresku ljóð
mannleg í orðsins bezta skilningi, um leið og þau eru
guðleg, sökum hinnar guðdómlegu andagiftar, sem
þar kemur fram. Hvergi kemur í ljós í neinum bók-
mentum sárari tilfinning út af mannlegri spilling og
hvergi önnur eins tilfinning eigin syndar og sektar.
þetta alt hefir oröið orsök til þess, að engin bók gamla
testamentisins er orðin kristnum mönnum eins kær og
Davíðs sálmar. Til engrar bókar í gamla testament-
inu er eins oft vitnað í nýja testamentinu og þeirra.
það er auðséð á öllu, að frelsaranum hafa verið þeir
svo kærir, að hann hefir lifað í þeim. Orð þeirra
koma ósjálfrátt fram á tungu hans. Bæði angistar-
hrópið á krossinum og andlátsorðið eru tekin af
,,Davíðs munni“. það er almenn reynsla kristinna