Aldamót - 01.01.1899, Page 127
Í27
kennimanna, aö ekki sé eins gott að benda á neitt
handa veikum mönnum aö lesa og Davíös sálma. Nú
síöari hluta þessarar útlíöandi aldar hefir kristin kirkja
víðsvegar aftur verið að leiða þá inn í guðsþjónustu
sína. Sannar það frekar það, sem áður var tekið
fram, að enginn hluti gamla testamentisins hefir eins
mikla þýðing fyrir kristnina og sálmarnir. Samt er
margt í þeim, sem ber vott um, að þeir eru fram
komnir á undan fylling tímans og að sá minsti í himna-
ríki sé meiri en jafnvel aðrir eins menn og Davíð kon-
ungur og Jóhannes skírari. En þegar kristnir menn
lesa Davíðs sálma sér til andlegrar uppbyggingar,
leggja þeir auðvitað ósjálfrátt alla hina fullkomnari
opinberun nýja testamentisins inn í orðin. Hið sama
er auðvitað gjört af þeim kennimönnum, sem nota þá
að einhverju leyti sem texta fyrir ræður og prédikanir
og andlegar hugleiðingar.
það var vissulega rétt hugsað af síra Valdimar,
að yrkja út af Davíðs sálmum úr því hann fór að yrkja
út af biblíunni. Með því hefir hann dregið athygli
kristinna manna meðal þjóðar vorrar að þeim dýr-
mæta fjársjóði, sem vér eigum þar. Margir af sálm-
um þeim, sem standa í safni þessu, eiga það fullkom-
lega skilið að vera bætt inn í sálmabók vora. Aðrir
eiga það aftur naumast skilið, bæði af því efnið ber of
mikinn keim af gamla testamentis tíðinni og svo vegna
þess, að skáidinu hefir misjafnlega tekist eins og eðli-
legt er. Helzt held eg það mætti finna að sumum af
þessum sálmum, að þeim er ekki lyft upp í hið
æðra veldi hins evangeliska kristiudóms. Eg hefi til
dæmis hvergi orðið var við Jesú nafn í öllu þessu
sálmasafni. Auðvitað stendur það hvergi í hinum
upprunalegu Davíðs sálmum, né heldur annars staðar
í gamla testamentinu. En það mundi þykja undar-
legt, ef kristinn kennimaður prédikaði út af þeim eða
einhverju öðru úr gamla testamentinu, og hann ekki
eins fyrir því nefndi Jesú nafn og alt, sem stendur í
sambandi við það. Að sönnu er í öðrum sálminuni