Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 129
T 20
Davíös sálmum hafa vcuö n^índir iörunarsálmar (6.,
32., 38., 51., 102., 130. og 142.). í sjötta sálminum
fáum vér aö sönnu ekki aö sjá manninn, sem vætir
alla nóttina sæng sína og bleytir legurúm sitt meö tár-
um sínum, — sjáum ekki augaö, sem gegnum stungiö
er af harmi, svo sjón þess er að slokna. En þrítugasti
og annar sálmurinn hefir tekist betur, og á hann vissu-
lega skilið aö vera sunginn af söfnuöinum, eins og
annars margir af þessum sálmum. þrítugasti og átt-
undi sálmurinn eins ; en miklu eru tilfinningarnar á-
kafari í frumsálminum. Fimtugasti og fyrsti sálmur-
inn er einn af þeiin allra fallegustu hjá síra Valdimar,
og hefir honum tekist aö flétta þar inn dj'rðlegustu
orðatiltækin, sem lfka eru komin inn í mál og meö-
vitund kristinna manna, svo j?ó menn hætti að hafa
Davíðs sálma um hönd, mundu þau ekki gleymast.
En eitt af þeim orðatiltækjum er þetta : Sjá, í mis-
gjörð er eg fæddur og í synd gat mig móöir mín,—eitt
hinna dýpstu orða, sem guðs andi hefir þrýst fram af
mannlegum vörum. Eg sakna þess úr sálminum, og
það heföi vissulega átt að vera þar, því þetta er eitt af
þeim orðum, sem allir kunna. í hundraðasta og öðr-
um sálminum er þetta viðkvæma vers :
Lít hám af himni niður,
ð, herra, iít á mig;
heyr bandingjann, er biður
svo blítt að frelsa sig.
0, hjálpa höllu þinni,
sem hrunin er í glóð ;
svo lof þér aftur inni
hin upp vaxandi þjóð.
Skáldið nær sér alls staðar bezt niðri, þar sem orðin
eru einföldust og málskrúðið minst. Sálmurinn 130,
,,Ur djúpinu kalla eg,drottinn,til þín“, er prýðilegur.
Síðasta versið af þeim sálmi hljóðar svo :
Sjá, djúp eins og höfin og há eins og fjöll
er hðrmungin, neyðin og syndin,
en stærri’ er en geimur og eilífðin öll
þín eilífa miskuunarlindin.