Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 130
*
i3o
Hinn síðasti af þessum svonefndu iðrunarsálmum (142)
er líka mikið fallegur. Mér finst skáldinu hafa tekist
prýðilega vel með alla þessa iörunarsálma nema sjötta
sálminn, og vona eg, að það verði mörgum fleiri en
mér til fagnaðar. því ekki er laust við, að það hafi
verið fundið að sálmaskáldskap síra Valdimars af
smekkvísum mönnum í þeim efnum, að syndatilfinn-
ingin væri ekki nógu næm, iðrunar og afturhvarfs gætti
þar ekki nægilega, og þetta er ef til vill ekki alveg á-
stæðulaust. Sé eitthvað til í þessu, hefir skáldið bætt
úr þessu hér. Bæði hefir hann hér haft fyrir sér or.ðin
í Davíðs sálmum, og svo vex þessi tilfinning með aldri
og reynslu í hjörtum allra kristinna manna. þessir
iðrunarsálmar ættu því endilega að komast inn í sálma-
bókina, svo að þjóð vor verði í enn þá meiri skuld við
síra Valdimar og geti þakkað honum á ókomnum tím-
um einnig fyrir það, að hann hafi sungið iðrunina inn
í hjarta hennar. Enda er það enginn hlutur, sem unt
er fyrir hana að gjöra á yfirstandandi tíð, er eins sé
um vert í kristilegu tilliti og það, að kenna henni iðr-
un og afturhvarf. Um það sannfærist eg betur og
betur.
Með hina svo nefndu hefndarsálma (41., 69. og
109.) hefir síra Valdimar einnig tekist vel, og var þar
þó mikill vandi með að fara. Hann hefir þar mildað
úr öllu og farið fram hjá því, sem ekki mátti taka
með, en náð í hið almenna, sem ætfð á sér stað og
kemur að einhverju leyti fram við alla. En auðvitað
hafa hinar stórkostlega æstu tilfinningar, sein fram
koma í frumsálmunum, við það horfið. það er eins
og smíðaður hafi verið laglegur og meinlaus vasahnífur
upp úr hinum ógurlega og sárbeitta brandi Davíðs
konungs.
Atjándi sálmurinn, sigursöngur Davíðs, sem síra
Valdimar var búinn að yrkja út af áður, af því hann
stendur líka í 2. Samúelsbók, 22. kap., birtist hér í
nýjutn búningi. En skáldinu hefir ekki tekist að
gjöra hann að sálmi. það er kvæði, en ekki sálmur ;