Aldamót - 01.01.1899, Síða 133
133
Hljððfærið og harpan mín !
vakna nú með nýjum degi;
nú má sofa lengur eigi.
morgunroðinn skæri skín.
Eg vil fagna, eg vil syngja,
eg vil gleðja mína sál;
eg vil lífið aftur yngja,
upp þér hefja lofsöngs-mál.
Sá sálmur finst mér ætti að komast inn í sálmabókina.
Hið sama er að segja um hundraðasta og sextánda
sálminn, sem er prýðilega fallegur ; skáldinu hefir þar
tekist að ná hinni djúpu og viðkvæmu tilfinning frum-
sálmsins, án þess þó að fara nokkuð út fyrir hann eða
leiða j?ar nokkurar nýjar hugsanir inn. En fegurri
lofgjörð fær naumast nokkur flutt drotni, sem legið
hefir fyrir dauðans dyrum og fengið hefir heilsu sína
aftur.—Út af hundraðasta og nítjánda Davíðs sálmi
hefir skáldið orkt tuttugu og tvo sálma, og eru margir
þeirra fallegir. Eg vil benda á fyrsta versið í tuttug-
asta sálminum (119, 20), af því það er svo undur
prjállaust og blátt áfram, eins og allir þeir sálmar,
sem mest koma við hjartað.
Ó, drottlnn minn dýr,
ó, herra minn hýr,
tak við málefni mínu.
Styrk mig að standa
stórum í vanda;
hjarga barninu þínu.
Upptekningin í annarri línunni finst mér ofur lítið
spilla; annars finst mér þetta vera sálmamál í full-
komnustu mynd. I hundrað tuttugasta og sjötta sálm-
inum yrkir skáldið um fögnuðinn í hjörtum þeirra,
sem eru að hverfa heim úr langferð, og lætur það
ferðalag liggja yfir kaldar heiðar. þá er næsti sálm-
urinn á eftir ekki síðri (127). Hundrað þrítugasti og
sjöundi sálmurinn, harmasöngur ísraelsmanna í út-
legðinni, verður í höndum skáldsins harmasöngur af-
skektrar og einmana þjóðar í útlegð á hrjóstugri og