Aldamót - 01.01.1899, Síða 134
134
kaldri klettaey, langt úti í hafi og fast upp viö heim-
skaut, þar sem hún ræöur ekkert viö ofbeldisöfl nátt-
úrunnar. þaö er ágætt kvæði, sem ásamt ýmsum öör-
um úr þessu safni, sem fremur eru kvæöi en sálmar,
ætti aö standa í ljóðabók síra Valdimars, hve nær
sem hún kemur út.
Eg sagöi áöur, aö Davíðs sálmar væri bók handa
veikum mönnum. þessir Davíðs sálmar síra Valdi-
mars eru það líka ; veikt fólk, sem eitthvað getur lesið
eða heyrt lesið, mun í mörgum þeirra finna hvíld og
huggun. þeir komu hingað vestur rétt fyrir jólin í
fyrra (1898). Mín fyrsta hugsun var að koma þeim í
eign nokkurra blindra manna í sóknum mínum, svo
þeir gætu látið lesa sér þá til huggunar og trúarstyrk-
ingar. Vér eigum svo fátt af slíkum bókum, fyrir
utan Passíusálmana.
Otal fleira mætti um sáima þessa segja, en hér
skal nú staðar numið. það, sem lengstmun lifaaf öll-
um skáldskap síra Valdimars, eru sálmarnir, þótt alt sé
ágætt. Annars finst mér, að hann hafi með allri
ljóðagjörð sinni gjört hin auðmjúku og ógleymanlegu
orö danska sálmaskáldsins, Kingo, í pálmasunnudags-
sálminum að einkunnarorðum fyrir alt lífsverk sitt.
Og veglegri einkunnarorð, eða samkvæmari anda
kristindómsins, hefir enginn maður valið sér. Eg fæ
naumast betur endað þetta þriðja yfirlit yfir ljóö hans
út af biblíunni en með þeim orðum í hinni ágætu þýð-
ing síra Helga heitins Hálfdanarsonar :
Mig vantar vegleg klæði
á veg að breiða þinn ;
því vil eg kærleiks-kvæði
þér kvaka, Jesú rninn.
Eg hef ei. herra, pálma,
en heiður vil þér tjá ;
bvi syng eg mína sálma ;
ó, son guðs, heyrðu þá.