Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 135
135
Enn höfum vér eignast nýja
Páll Olafsson: ljóöabók. Islendingar eru ekki
LjóSmœli I. dotnir af baki meö að yrkja enn
j?á. þessi nýja bók er eftir Pál
Ólafsson, og er gjört ráð fyrir, að annað bindi bókar-
innar komi seinna, hvað sem verður. Páll ÓJafsson
hefir lengi verið kunnur fyrir að vera ,,talandi skáld“,
— skáld, sem eins er létt um að tala í hendingum og
ljóðstöfum og öðrum mönnum er að tala óbundið
mál. Og flest af því, sem út hefir komið eftir hann,
er orkt svo blátt áfram.að ef hendingarnar væru prent-
aðar eins og alment lesmál, mundu menn oft ekki
verða þess í fljótu bragði varir, að j?etta væri skáld-
skapur. Hefi eg heyrt einstöku mann staðhæfa með
mikilli alvörugefni, að eiginlega væri Páll Ólafsson
eina skáldið, sem þjóð vor ætti, því það kynni eng-
inn að yrkja eins látlaust og blátt áfram. Að hann sé
eina skáldið er nú auðvitað of mikið sagt, en að fáir
kunni að yrkja eins og hann, það er hverju orði sann-
ara. Hann á tungutak alveg út af fyrir sig. það
hafa allir sannfærst um, sem lesið hafa þau af kvæðum
hans, sem áður hafa verið prentuð, eins og til dæmis
Litli fossinn og Heim er eg kominn og halla' undir
flatt. Engin þjóð í heimi á tiltölulega neitt líkt því
eins mörg og eins góð alþýðuskáld og vér Islendingar.
En með alþýðuskáldum meina eg óskólagengna
menn. Aldrei hafa þessi alþýðuskáld orkt’ nærri því
eins vel og nú, því mest af þeim skáldskap, sem nú
birtist eftir alþýðumenn, þótt hann sé vitanlega mjög
misjafn að gæðum, tekur gamla rímnakveðskapnum
langt fram. Sýnir það meðal annars, að vér erum þó
sem þjóð stöðugt að ná meiri og meiri andlegum
þroska. Konungur allra slíkra núlifandi alþýðuskálda
er nú Páll Ólafsson. Síðan Bólu-Hjálmar lést hefir
enginn alþýðumaður áunnið sér annað eins álit fyrir
að vera sannarlegt skáld og hann. Báðir eru þeir
þjóð vorri og bókmentum að mörgu leyti til sæmdar
og sýna hvor á sinn hátt, hve Islendingar eru ólíkir
flestum öðrum þjóðum. því nú eru ekki til meðal
annarra þjóða alþýðumenn, er lagt geti annan eins