Aldamót - 01.01.1899, Síða 136
136
skerf til bókmentanna og þeir, e5a komi5 orðum sínum
í búning svo fagran og fullkominn, aö þau séu líkleg
til aö lifa eins lengi og tungumálið, sem þeir tala.
Hið bezta, sem til er eftir bæði þessi skáld, er eins
fágað og fullkomið og það, er liggur eftir vor háment-
uðustu skáld. Hvar meðal annarra þjóða má taka
bændur og beiningarnenn og leiða þá inn í hirðsal kon-
unganna upp á það, að þeir beri sig til eins og ættu
þeir þar heima og standi þar engum að baki ? Hvar
er sú þjóð nú á dögum, þar sem bóndinn og beininga-
maðurinn geta komið fram við hirð hugsananna og
listanna eins veglega búnir og tígulega til fara og
óskabörnin sjálf, sem á hverjum degi eiga þess kost
að lauga sig í lindum fegurðarinnar ?
Auðvitað á þessi alþýðuskáldskapur sín sjálfsögðu
takmörk. Kemur það einkum fram í því, að umhugs-
unarefnin eru færri, sjóndeildarhringurinn þrengri,
hugmyndir og yrkisefni meira einskorðað. En innan
þessara takmarka getur hann verið jafn-ágætur fyrir
því.
Bletturinn, þar sem Páll Olafsson hefir haslað sér
völl, er lítill ummáls. Hann ferðast ekki neinar lang-
ferðir á skáldafáki sínum inn í andans heim. En þó
bletturinn, sem hann hefir valið sér, sé fremur lítill,
er það einhver hugðnæmasti bletturinn, sem vér
mennirnir þekkjum.
Eg fæ ekki betur séð en Páll Olafsson sé skáld
heimilisins. Eftir að eg hefi lesið þessi ljóð hans og
hugsað töluvert um þau getur mér ekkert íslenzkt
skáld komið til hugar, er eigi það nafn eins vel skilið
og hann. Islenzku skáldin hafa einmitt gengið fram
hjá heimilinu og því, sem stendur í sambandi við
heimilið, býsna alment í skáldskap sínum. Heimilis-
lífið er að mestu leyti enn þá ónumið land fyrir íslenzk-
an skáldskap, nema að því leyti, sem því hefir verið
lýst í þeim fáu skáldsögum, sem vér eigum ; en þær
eru svo fáar enn þá. Ljóðskáldin hafa að mestu leyti
*