Aldamót - 01.01.1899, Side 139
139
Trúar og vonar upprisu-orð —
alt verður hjartanu’ að kvölum;
nákuldi dauðans það ber fyrir horð,
þá barnið manns hvílir á fjölum.
þetta er fögur og sönn lýsing á j?eirri örvænting sorg-
arinnar, sem grípur ekki einungis hjarta þess manns,
sern veika og bilaða trú hefir fyrir, heldur oft og tíð-
um einnig hjarta hinna meðan sorgin er sárust.
Enginn hefir minnst systur sinnar látinnar betur
en Páll Ólafsson í þessum hendingum :
Blessað trúartraustið þitt—
takmarkalaust var það,
hálftrúaða hjartað mitt
til himins jafnan bar það.
þetta ástríki hans til sinna nánustu hefir komið mér
til að kalla hann skáld þeirrar hliðar sálarlífsins, sem
snýr að heimilinu. Hvergi nær liann sér eins vel niðri
og hér. Hann hefir auðgað íslenzkar bókmentir ein-
mitt með því að yrkja meira og betur um þetta en
önnur skáld þjóðar vorrar. Ekki svo að skilja, að
hann hafi tæmt það efni. En með þessum ljóðum
sínum bendir hann efiaust öðrum í sömu áttina.
Heimilið mitt er kastalinn minn, segja Englendingar.
Heilbrigt og kærleiksríkt heimilislíf er skilyrði fyrir
velferð hvers manns og hverrar þjóðar; en það er ekk-
ert afl til, sem skapar það alment, nema afl kristin-
dómsins. Vér þuríum að eignast annað skáld, sem
yrkir um heimilið og þann kærleika, sem bundinn er
við heimilið,frá kristilegu sjónarmiði,— skáld, er sýnir
oss kærleikann til hinna nánustu ástmenna endur-
fæddan af guðs anda. Páll Ólafsson er ekki algjör-
lega vantrúaður maður eftir því, sem hann kemur
fram í þessum ljóðum, en hann er ekki nema ,,hálf-
trúaður“,og stundum slær algjörlega út í fyrir honum,
eins og í kvæðinu : „Skelfilegt finst mér skammlífið“,
þar sem bæn til drottins er blandað saman við hina
mestu léttúð, og var höfundinum enginn greiði sýndur
með því að prenta það kvæði, þegar um nóg annað